Færsluflokkur: Bloggar

Hvíslað í eyra .....

Hvíslað í eyraHvíslað í eyra er ný en gömul þar sem hún hefur ekki notið sýnar fyrr en nú .... Reyndar tók zyrnirosin sér bessaleyfi og birti myndina.  Gott mál!  Það verður að segjast að eftir viku af löðrandi hita og enga loftkælingu verður maður meira svekktur, meira pirraður og æstur fyrir ekkert! Ef líkamleg vanlíða er ekkert þá má segja að mannlegt eðli hafi skinið skært síðastliðna daga.  Ekkert eins ömurlegt eins og mollulegur hiti er tekur frá þér andann.  Meir að segja tók ég stól út og tyllti mér í von betri líðan!
 
Á morgun verð ég GRASEKKJA sem er svosem ekkert að óttast né hræðast þar sem ég er nútímakona og á mér mín nútímaleyndarmál.  Ég hugsa til þeirra mímörgu einstæðra mæðra sem njóta ekki góðann að við uppeldi og hin daglegu verk þess að vera foreldri.
 
Ég gæti ekki hugsað mér að  vera án ektamannsins þar sem hann er svoooo nauðsynlegur.  Best ég segi honum frá því hversu nauðsynlegur hann er, hversu mikið ég elska hann og hversu mikið hans verður saknað.  Samt mun ég ekki tala of mikið til að taka ekki frá honum gleðina að komast frá, gleðina við að prófa nýtt og gleðina að fá tækifæri þess er honum bíðst!
 
Ég er glöð og hamingjusöm fyrir að eiga jafn yndislegan mann, jafn yndisleg börn og jafn yndislega vini.  Það er ekkert sem getur tekið frá þér allt það góða er Guð hefur fært þér! 

Lítill fingur undir skottloki ...

Það var nefnilega lítill fingur sem klemmdist undir skottinu á bílnum.  Við vorum að koma heim og sonur minn var að þvælast og það er svo skrítið að stundum hugsum við það sem gerist áður en það gerist án þess að gera nokkuð i því.  Við fáum viðvaranir og hundsum þær eða tökum ekki mark á þeim.  Hugurinn og vitneskjan er svo undarleg að hvergi við fáum ráðið.

Sonur minn sá hrekkjótti litli fjandi setti puttann undir skottlokið á hlið bílsins þannig að allur puttinn náði að klemmast......

Það var eins og ég vissi það og var litið á þögult andlit er tók að afmyndast.  Hratt og örugglega opnaði ég skottlokið og sá lítið hrekkjuandlit afmyndast af sársauka.

Þetta lagaðist með puttann í gulu IKEA glasi með ísmola og hálfa hendina oní, Diet Coke koffínlaust og köld stafasúpa.  Þegar vinurinn var búinn með tvo diska af stafasúpu og þambað hafði heila dós af gosi byrjaði hann að kveinka sér en því var snúið í bros mjög fljótlega.

Já svona er þetta grátur breytist í bros á augabragði og oft þarf ekki nema eina gos til að kæta prakkarasvipinn!  Stundum þarf lítið til að gleðja stórt.  Stundum eru stundir ómetanlega dýrmætar án þess að við gerum okkur grein fyrir þeim.

Ég man alltaf eftir þegar Gógó Geirdal klemmdi fingur sinn á milli bílhurðarinnar og stafsins .... já það er ekki gott að klemma sig hvorki nú né síðar.

Lítill fingur er heill, liggur sofandi eftir að hafa sungið með stuðmönnum í allt kvöld ..... Stuðmenn eru bestir, fönn, fönn, fönn, íslensk fönn ....... 


Röndótt mær er þekkir aðra ....

Fór í röndóttar buxur í dag sem og er bara nokkuð fín.  Hins vegar að segja röndótt þykir miður flott og teinótt meira inn.

Hann Helgi fór á kostum hér í den er hann söng, það er toppurinn að vera í teinóttum!   Sammála þessum sæta strák og þykir mér jafnan karlmenn í teinóttum jakkafötum svakalega sætir og smart.  Röndótt mær er líka sæt og ég tala nú ekki um þegar hún á röndótta mær að vini.

Í dag er hrikalegur hiti á offisinu, loftkælingin biluð og er unnið að því að fá nýtt kerfi er kostar þónokkuð .... einar 300.000.- íslenskar krónur.  Nú þarf mín að kafa langt oní vasa og finna klink.  Talandi um eyðslu, langar svooooo í nýjan bíl.  Ekki af verri endanum heldur! 

Sýni mynd af mér á bílnum þegar ég verð búin að fá hann en það er aldrei til góðs að vera yfirborðskenndur og spurning að fá sér einn gamlan sjarmerandi bronco eða gamlan mosagrænan landrower .... 

Það er ekki eins og ég hafi ekkert að gera í vinnnunni en þar sem ég reyki ekki get ég nýtt mér hluta af mínum frítíma, slakað á og sett inn eina og eina færslu.  Skrambinn að vera ekki með hestinn minn í vinnunni því þá gæti ég tekið nokkrar strokur og notið mín í botn.

Svo er nú það!


Með Pensilinn að vopni ....

Það má segja að pensillinn hafi verið mundaður í kvöld.  Kom reyndar ekkki heim fyrr en rúmlega 20:00 og var að drepast úr þorsta.  Og, hvað er til ráða?  Nú, þamba fullt af vatni og fara í kjallaraskoðun!

Mín kláraði Angels and Devils en á þó eftir að mynda eins og svo margar aðrar!  Vann svo af mikilli ástríðu við keppnismyndina sem er búin að vera hálf einhvernvegin í rúmt ár!  Er bara ánægð með útkomuna en mun þó fínissera andlitsdrætti.  Náði Hrafninum rosalega vel og skín karakterinn úr andliti hans!  Hlakka til að henda henni inn í myndlistarkeppnina en þarf að finna og muna leyniorðin mín fyrst.  Aha, ég er svo hræðileg hvað varðar leyniorð og nöfn að það hálfa væri nóg.

 Eftir 7 mánaða hjónaband þá grillaði ég í fyrsta skipti á Partýgrilli himnaríkis og gekk vel.  Ekkert brann og ekkert tjón varð af, átti sossum ekki von á neinu hrikalegu en þar sem ektamaðurinn sér jafnan um eldamennsku þá kom þetta frekar spænskt fyrir að mín væri í senn að þrífa og elda og huxa um börn!  Orkudreki þessi zordis, það verður að segjast!

Klukkan tifar og það væri ráðlegt að koma sér í háttinn eftir notalegan dag!  Góða nótt og takk fyrir innliltið. 


Snemma í háttinn og snemma á fætur.

Það er augljóst að þegar konur eins og ég, fara snemma til rekkju og í eðli sofa aldrei út vakna eðlilega snemma.  Ég bjóst við fyrr en náði að sofa til kl.07:00.  Í nótt gekk ég í mínum vanalega svefni, ráfaði yfir í hvílu sonar míns og festi þar allt vit og meir að segja dremdi frá mér vitið.  Þá er spurningin fyrst vit er fest og frádreymt hvort maður vakni vitlaus á ljúfum laugardegi.

Skiptir ekki máli hvort ég hafi vitið með eða án þar sem ég er og verð ég sjálf, burt séð frá ......

Blessaður sonur minn rumskaði ekki þegar hann fékk heiminn á bringuna sína í morgun en lampinn sem látinn er loga yfir nóttina er í formi heimsins og hefur afskaplega rómantíska milda týru.  Drengurinn hafði vafið snúrunni um annann fótinn og togaði hann með þeim afleiðingum að hann small í bringuna á honum.  Ekki rumskaði þessi væri engill og hélt áfram svefni.  

Fyrsti kaffibollinn hefur runnið ljúft niður og mín búin að hvolfa!  Næst á dagskrá er kjallaraskoðun og myndun þar sem engin hugsun hefur verið til viðhalds á heimasíðunni minni.   Þið eruð velkomin að kíkja www.zordis.com það er alltaf gaman að fá góða í heimsókn.

Eigið yndislegan dag!


Albrjáluð móðir að þrífa fuglabúr kl. 08:50 og skólinn byrjar klukkan nænhöndred ....

Ég skal segja ykkur það að hann sonur minn er ekkert lamb að leika við, enda sonur refs og hænu.  Undanfarna morgna hefur hann beðið um að fara með gæludýrið sitt í skólann.  Spurning hvort guli kanarífuglinn er býr í portinu sé gælinn eða til skrauts.  

Það varð úr að faðir drengsins ræddi við kennarann og þar kom fram að Victoria hafði komið með orma í kassa (jamm, gæludýrin hennar) og aðrir nemendur (5 ára) voru búnir að koma eða fá stund til að lýsa sínum gæludýrum.  Í gærmorgun þá var herranum ekki til setunnar boðið og heimtaði vinur að taka kanarífuglinn sinn með.  Ekki gat mín látið drenginn fara með búrið með óhreinum pappír í botninum og tók í hendingskasti fuglaþrifgræjurnar og sjænaði búrið.  Viðurkenni að ég var ekkert sérstaklega glöð, hátt í grimm þar sem ég er fox í eðlinu.  Búrið varð til heimilisprýði og það var bætt á fæðu og vatni fyrir vængjuðu veruna.  

Haldið var til menntasetursins og sumir brosandi glaðir.  Allt gekk þetta vel hjá drengnum og morgun athöfnin vel þess virði því vel var tekið á móti drengnum.  Hann var miðpunktur skólasystkyna sinna og takmarkinu náð.

Góð tilfinning móður að sjá son sinn sælann. 


Snilld að þekkja Sítrónur sem vita fátt um flest og flest um fátt!

Eða svona orðaði Sítrónan sjálf kunnáttuna eða það sem viðkomandi vildi gefa upp.  Umboðsmaður með meiru sem er kært um alla sem nálgast hana og umgangast.

Í tilefni dagsins hef ég útbúið yndælan Sítrónu drykk sem samanstendur af 2 Sítrónum og líter af vatni.  Þetta er svo drukkið ferskt og kallt.  Líkaminn fær nægt C vítamín til að vaka hugsanlega lengur en til kl.22:00.  

Ég hef möndlað við að bæta inn myndaalbúmi inn á síðuna mína og það verður að segjast að heppni er meiri en snilld.  Ég var meir að segja til í að afsala mér síðunni til hæfari aðila til að aðstoða mig í allri þessari heppni sem rignir yfir óflasað hárið.  

 Er bara nokkuð ánægð þessa dagana enda styttist í langbesta tíma ársins, þ.e. tíma sumarfría og skemmtana með fjölskyldunni.

Kanski ég dusti af pennslunum mínum.  1 líter af C vítamíni fyrir svefninn er kanski ekki það besta en frískandi er það. 


Risalús í draumi...bjakk og ojbarasta

Skrítið þegar hugur leitar um ófarin höf og sálin hún leggst ofaná skýin að líkaminn sem eftir liggur hvílist sem hvert annað ílát kallt og hrátt.

Í draumi við höldum til framandi heima og njótum þess frelsis er lífið vanalega heftir.  Það má samt ekki gleyma að lífið er skóli sem við tókum að okkur frjáls og heil.  Í svefni þá fáum við merkileg skilaboð til að einfalda okkur beinu brautina, halda okkur á malbikinu að ná settu marki.

Hvað skildi lús þýða í draumi?  Það er eins og með marga aðra drauma sem mig hefur dreymt í gegn um tíðina að allir draumar eru til góðs.  Lífið er okkur til góðs og við tökum á aðstæðum eins og þær sýna sig, hlaupum í burtu eða gefumst upp.  En lýs eru jafnan fyrir happi, tækifærum og eða peningum.  Loðnir leggir eru líka fyrir góðu og í raun því sama og lýsnar.  Ekki er laust við að smá kláði læðist upp í hálsakotið þar sem lýs eru sníkjudýr, ógeðsleg og pirrandi verur.

Svo er bara allt gott að frétta úr Paradís, allir við hestaheilsu og nýja baðinnréttingin mín komin í hús.  Hlakka til að fara heim á eftir sjá skonsuna og borða kvöldmat.  Já, mín er á herbanu og miðar en nú skal tekið á því út þessa viku þar sem stefnan er tekin á Doppótt bikiní á Brasilíu þetta sumarið.

Nú og svo er það Evrusýn keppnin sem alla hlakkar til.  Til hamingju fyrirfram!


Blómaferð á Útimarkaðinn skal haldin ...

Í dag 7unda mai er mæðradagurinn á Spáni.  Í dag eru börn með mæðrum sínum og hlutverk okkar í dag er að fara á útimarkað í sveitasæluna og kaupa blómvönd fyrir tengdamóður mína.  Elsku Mamma ég gef þér ekki blóm í ár vegna fjarlægðarinnar en ég skal teikna blómvönd í skýin og blása hann yfir hafið!

 Allar mæður, Til hamingju með daginn!

Dóttir mín kom svefnleg til mín í morgun með litla gjöf.  Hún hafði farið í gærmorgun að kaupa litla mæðradagsgjöf er ég fékk á sængina í morgun.  Takk elskan þú ert yndisleg!

Brakandi sólskín er fyrir utan niðurdregnar gardínurnar.  Heimilið er að lifan við ... bóndinn er eitthvað lúin og vill 10 mín í viðbót ;)  Við áttum góða fjölskyldustund í gær og fórum á lítinn pizzustað í bænum okkar og skemmtum okkur hið besta.  Brandarastund og fótboltaleikur með hnífapörum var leikið á meðan beðið var eftir matnum við litla gleði mína.  Hvað um það, maturinn var góður, allir voru glaðir og við röltum síðar heim á leið með viðkomu í "late night café" hjá zóta sem var ferskur að vanda.

Tilhlökkun að eiga góðan dag með fjölskyldu og vinum.  Hamingja er besti vinnustaður í heimi.  Við uppskerum eins og við sáum, við vinnum saman að markmiðinu eða ein.  Hamingjan er hvorki í lit né rauðu ljósi.  Hamingjan er birtan sem skín í brjósti þér!  Faðmalag til þín! 


Sælleg í sólinni

Það er búið að sýna sig að veðrið er og verður frábært í dag eftir 2ja daga úrhelli og þrumur.  Allur gróður hefur tekið snarlega við sér og mín hefur ekki undan að snyrta og laga til í portinu sínu.  Kanski að portið mitt sígræna sé garðurinn sem Óli Indjáni sá og mín ekki að flytja!

Mig dreymdi Óla Indjána í nótt og var hann ferlega úfinn í draumnum sem veit á gott.  Mín sem er forvitin um framtíðina spurði ditten og Óli sagði mér að hann gæti ekkert sagt mér ef hann fengi ekki upplýsingar um fæðingardaginn minn og hvernig stæði á því að ég væri ekkert búin að mála neitt undanfarið.  Thi hi hi ....  Fyndið, Óli að ýta á mig og má segja að draumurinn hafi verið til góðs því ég rölti mér í byggingarverslun bæjarins og keypti mér króka til að henga upp nýja mynd er nefnist El Bosque, en á hins vegar eftir að fá nafn blessað verkið.

Myndin er komin upp, og 3 striga bíða þess að verða pennslaðir í nýrri útfærslu.  Það er kominn kláði í mig að gera eitthvað.  Mig langar að gera soldið en veit ekki alveg hvernig staðan er og og og ....

 

Vantar smá uppsveiflu og snert af kreisýnessi og láta svo vaða.  Var að gera mynd fyrir skautadrottninguna Sigrúnu Pigrúnu en hana má sjá á www.zyrnirosin.blogspot.com lítil vatnslitamynd gerð fyrir duglegustu konu í heimi.  Búin að grennast um 65 kg og mín sem er að rembast við næstu 10.  Já Sigrún Pigrún fær hrósið og knúsið í dag.

Í sól og sumaryl ég málaði þessa mynd ... frekar stolinn texti en það er sól, það er sumarylur og ég málaði þessa mynd handa Sigrúnu Skautadrottningu.

Hversdagslífið er það sem gerir lífið yndislegt, þess virði að vera til, það er gaman! 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband