Færsluflokkur: Menning og listir
7.12.2007 | 01:55
Fegurð
Að sjá fegurð er sjálfum þér bundið. Að lifa í fegurð á líka við um hvernig sjálfum þér er innan brjósts. Að taka á þeim raunheimi sem laðar sig að sálarhveli þínu.
Ég sat og horfði á hjartnæma mynd eftir skrudduskoðun, fann hvernig tárið kitlaði augnkrókinn og fann að hjartað mitt fann minna til sín. Á svona stundu metum við hlutina út frá mýkra sjónarmiði.
Ég vil alltaf vera mjúk, alltaf finna smugu, alltaf gefa séns .... Ég veit að alltaf er eind sem er ekki endilega til, eitthvað sem kemur kanski og horfir sposkt á þig og segir, ég er aldrei eitthvað sem þig hefur alltaf langað til að snerta!
Aldrei er hluti af óraunsæi þess að finna hvergi, lífið þarf meiri lit, fleiri regnbogaverur eins og þig. Þú þessi styrka og blíða sál sem staldrar við, sem nennir. Sólin hefur sinn gang og á ávallt stað í minningunni þar sem við drekkum í okkur orkuna. Ávallt er staður fyrir tilveruna, þar sem snjórinn er silki og vindurinn ljúfasta lín.
Fegurðin að sjá, að skynja og vera.
Hvað er fegurra en móðurást
Góða nótt árla morguns
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.12.2007 | 09:33
heimasmíðuð fokker 50 ...
.... Hver átti ekki afa sem smíðaði flugvél út í bílskúr?
Svona í alvöru þá er nú bara sniðugt að vera svona manneskja!
Ég lenti í því í gær að segja ýmsu fólki frá dásamlegri "und" þess að finna fyrir dásemd blómanna, að finna hvernig lífið gleður og hvernig andans máttur dregur morgun að kvöldi.
Stundum er kona eins og hún er og það nær enginn að stöðva það.
Afi er örugglega á himnum að smíða flugvél
gula að lit
annað er lítið vit.
Amma er að baka pönnsur og kallar fram í skúr
kaffið á könnuna komið
brosandi afa boðið.
Um axlir hennar tekur, koss á kinn rekur
með kaffi í einni
og pönnsu í hinni.
Í huganum ferðast um draumsýn lönd
sólin í skúrnum
við skýjarönd.
Hvíslað Olía á striga
Svo er bara að njóta stundarinnar.
2.12.2007 | 21:52
Skynjun
Ilmur, snerting, bragð .... skynjun sérhver ólík, frá manni til manns! Hring eftir hring áfram heldur sinn gang, lífið snart, kom og brá sér niður í hörund þitt, hörund mitt!
Skynjun sérhvers, upplifun, næmi elskulegi vinur hring eftir hring þar til hringavitleysu er náð!
Skjöldur Akrýl á striga 25 x 35
Þegar gaumur er gefinn þá hýrnar glaumur og augun opnast í andakt tilverunnar. Sporður á disk, lífsins skjöldur er veitir stuðning alheims þess er þefar anga lífs. Þess að vera!
Ung og feimin, stundum gleymin. Vegna drengjanna sem stóðu hjá, biðu og vonuðu. Hún handlék einn, náði tveim og fór svo heim ...........
Kvonfang Akrýl á striga 20 x 50
Hann sat og horfði, stirðum stórum bláum augum.
Þau sögðu ekkert,
bara störðu.
Hún tók hann og brá honum í skaut.
hann naut,
bara naut.
Þau liðu sem eitt í samtímans glaum.
þau áðu,
ástarfaðm.
Dagur að kvöldi, nóttin er ung og Fjallið stendur styrkt á sínum enda beddans ..... kanski ég laumi baun undir koddan hans. Kanski ég narti í baunina þegar hann snýr sér. Kanski sofna ég út frá lestri góðra bóka. Kanski geri ég eitthvað annað!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.12.2007 | 10:39
Í dag ......
Að leyfa sér að njóta lífsins þegar aðrir eiga um sárt að binda. Að senda hlýja strauma sem ferðast eins og sápukúlur til þeirra sem minna mega sín er vonandi leið til að heila heim og þá sem í honum standa.
Við gerum sennilega aldrei nóg til að bæta samfélagsmynd okkar, við látum betur að því að brjóta sjálf okkur niður með svo mörgum hætti. Við erum ekki nógu hörð eða mjúk eða svona eða hinsegin.
Í dag vil ég horfa í spegilinn sem fagnar mér hispurslaust á hverjum morgni, bjóða góðan dag og vita í hjartanu að þessi dagur, dagurinn í dag er sá eini sem skiptir máli. Löngum höfum við lifað í fortiðinni, verið tvístígandi, varla þorað. Svo, höngum við í því sem verður, vonandi, já, það gerist örugglega og lifum á þúsund fiðrildum sem flögra í eftirvæntingu inn í mallakútanum.
Í dag opnaði ég augun að venju og ákvað að reyna að kúra örlítið lengur undir hlýrri sænginni. Fjallið mitt strauk il mína með tánni sinni og ég þaut fram úr hátíðarbeddanum (not again, alveg að drepast í konfektmolanum) nei, grín .... var að pissa í mig og það er nú ekki gott að vera með pissuverki.
Ég sat lengi og pissaði og pissaði, þangað til ég sofnaði á hvítum eðal Starkaranum. Mér fanst ég samt vera vakandi, stóð allt í einu á stórum kletti og horfði á litla á sem rann, í henni voru gull-agnir. Þegar betur var að gáð þá var þetta kampavínslind með gullflixum og litlir gullfiskar stukku upp í strauminn. Vá, hvað ég varð hissa, ein augu!
Já, í beinu framhaldi af þessum örsvefni, þerraði ég Friðrikku og skreið uppí. Mæ god sko, þar lá Fjallið og hraut ... engin leið að ná hvíld svo ég fór í föt og frammúr. Fékk mér galdravökva og Mangóávöxt.
Dagurinn í dag er það eina sem skiptir máli. ég veit að hann er tilbúinn fyrir mig eins og ég fyrir hann. Ég veit líka að til í heiminum eru óskastundir og í dag óska ég Þórdísi Tinnu hlýju og blessunar. Bloggheimur getur hennar og baráttu við banvænan sjúkdóm. Í dag óska ég henni mikillar orku og þess að henni líði vel með dóttur sinni, að þær finni jólaandann sem bíður okkar allra með einlægni, kærleik og trú sem við eigum öll hlutdeild í.
Lífið er í dag og þannig er best að njóta þess, í dag
1.12.2007 | 10:00
Merkilegur dagur, sá merkilegasti fram til þessa ...
Að finna andann renna í vit snemmmorguns, að finna lífið í líkamanum gerir þennan dag fyrsta desember þann merkilegastan af öllum fram til þessa. Dagsbirtan varpar rjómalituðum blæ svo augun geta ekki móttekið alla morgunfegurðina, ég blikka ótt og títt og finn litlar tær bora sér að mér, litli kúturinn minn er komin með barnslega hönd sína á hökuna og er greinilega að vakna!
Rjúkandi kaffisopinn í afmælisveislu andans er drukkin af bestu lyst. Solla á afmæli í dag og við skröfum saman á annari stjörnu. Takk fyrir tertuna ljúfan, hún var falleg á bragðið og góð að líta.
Á morgnanna tek ég inn Solar elexír sem eru dropar í lagi. Á fastandi maga eru þessir töfradropar teknir inn með vænum skammti af vatni. Töfrar sem engu eru líkir, ég er ferskari á morgnanna, er með virkari innri starfsemi, líður mun betur er náttúrulega komin með nýtt lúkk, lít út eins og geislandi sól alla daga. Ég ætla ekki að fara út í díteila en Fjallgöngur eru tíðar .... suss
En, það sem mér liggur á hjarta á þessum bjarta ómótstæðilega degi er að mér var bent á að skoða netsíðugerð, hugmyndin að koma mér í eitthvað þjálla netkerfi svo að kona með tíu þumalputta nái að henda myndum inn á síðuna sína.
Ég held úti síðu sem ég birti myndirnar mínar, þessi síða er vistuð hjá hostway sem er bandarískt fyrirtæki og kostar mig tæpl. 20 dollara á mánuði. Síðan sjálf er búin að kosta mig allt að 1500 evrum sem mér finst ekki mikið í rauninni.
Síðan mín er www.zordis.com ...... kíktu og segðu mér hvað þér finst ???
Nú svo er það fyrirtæki sem heitir netvistun sem er með mjög einfalt og frábært kerfi að ég held og kostar síðan í sjálfu sér ekki mikið en hýsingin er á bilinu rúmar 9000 til tæpra 13.000 ísl króna.
www.netvistun.is fyrir ykkur sem viljið skoða en ég er hrifin af því sem ég er búin að sjá og þeir sem njóta þjónustunnar eru mjög sælir viðskiptavinir, ég yrði það líka.
Síðan mín þykir mér persónlega flott og er hún hönnuð að minni ósk. Ég er bara svo mikill þumalputti að ég kann ekki "rassgat" að henda inn á hana.

Ég ætti kanski frekar að leita mér að manneskju sem kann að nota dreamvafer og qtp, skera, kroppa og henda inn vatnsmerkjum ..... Auglýsi hér með eftir svoleiðis snillingi Ég hef í raun ekkert sett á síðuna mína frá því í febrúar á þessu ári ... nánast heilt ár liðið og það væri eðlilegast að halda að ég sæti aðgerðarlaus.
Einhver ráð frá kærum lesanda ....
Hingað koma margir snillingar, ég veit um nokkur tölvugúru sem líta við
29.11.2007 | 22:44
Jólatrums, kaþólsk trú og lúthersk villimennska eða kvennska!
......
hummmmmmmmm ..... Spænsku jólin eru töluvert frábrugðin íslensku jólunum.
Ég tilkynnti Fjallinu að fyrstu aðventu helgina þá myndum við gera eitthvað jólatrumms. Glútenofnæmi móðurinnar kemur ekki til með að stöðva bakstur á einni tegund eða 2 fyrir jólin. Alveg satt!
Spænsku jólin eru tengd vitringunum þrem og þar kemur ekkert íslenskt jólatákn fyrir.
Ég gerði þriðju jóla jóla myndina með Van Gogh litunum mínum. Ég lagð svo tilbrigðin saman og bað hann um álit um hvað væri jólalegt. Jamm, honum fanst myndin hér til hliðar sko ekki vera neitt jóla jóla!
Fjallið hrynur niður hlíðar eins og fjallstoppur sem hólmir næst himnum og hvíslar sætum orðum að englahjörðinni sem hvílir yfir okkur, gætir okkar og kippir í streng þegar við förum villur vega.
Jólin nálgast og ég er búin að vara Fjallið við því að nú fer að nálgast þann hluta sem skreytingar og svoll nálgast en ég mun hemja mig því ég er passív á jólaskraut.
Ég elska jólaminningu sem foreldrar mínir gáfu mér og það er það sem ég vil gefa mínum börnum. Jólin eru nefnilega persónuleg tilfinning og fer algjörlega eftir tilfinningum hverju sinni.
Hvað er jólalegt við jólahug myndarinnar hér til hliðar? Fjallið er ekki að fatta það! Engin jata, engin kóróna og ekkert lítið jesúbarn ....................
Kaþólismi gegn bláköldum Lúterisma
27.11.2007 | 23:53
Að leiðast ....
Íslenskan er ein af þeim tungum sem mér er kærust nema kanski þegar ég tala tungum undir handleiðslu langömmu heitinnar, Vesturgötupæju, konan sem kom til mín í draumi og sagði mér fréttirnar, sem kom áleiðis kveðjum og skilaboðum ....
Að leiðast er eitt það rómantískasta sem ég geri, berfætt í snjónum. Smelli einni frostrós á fjallsræturnar mínar og nýt útsýnis í allar áttir. Að teyma hann áfram og sýna honum mosagróna sem tilheyrir fortíðinni en sýnir okkur hlutdeild framtíðarinnar. Að leiðast saman í gegn um birtuna sem skín á okkur, úr öllum áttum.
Að leiðast er eitt af þeim orðum sem hefur tvíeflda merkingu og kýs ég rómantísku aðferðina. Ég hef enga afsökun til að láta mér leiðast, get það einfaldlega ekki því það er of mikið á könnunni. Ég var að enda við að gera verkefni sem var verulega spennandi. Sit með hálfkláraða vatnslita mynd sem þarf að ljúka í kvöld .... en nú er miðnættið búið að hjúfra sig að hjartarótum mínum svo nú keppist ég við tímann, ná bjútíblundinum og brenna orku í kvenlegum hrotum mínum.
Á morgun verður varla utan á mér tutla, verð svo grönn, svo heil og fögur. Stíg inn í daginn og verð rokinn á fund með miðaldra manni í smíðagalla klukkan 0800 .....

Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
27.11.2007 | 00:25
Segðu svo að mér leiðist ....
Hvaða máli myndi það svo sem skipta þótt að mér leiddist eitthvað.
Kona á fertugsaldri lætur sér leiðast.
Hún hefur í fórum sínum bráðfagra dóttur og prakkarason, þau heyra guðsorðin koma úr litlum goggum fjögurra kanarýfugla. Einn heitir Bíbí og er ættleiddur, svo er það Vanilla og litli bollufuglinn og appelsínuguli nýgæðingurinn sem heitir Fuego!
Konan er lánsöm, hún á jakka úr dauðri rollu, annars væri ég með væna flís af feitum sauð sprikklandi um mig alla, nema flísin væri undir tungubroddinum í bragðrýni.
Svo er það mæ big and bjútífúl MouNtAin sem ég elska út af öllum borðum. "Lets make love on the kichen table" .... thi hi hi ... bý vel þar sem eldhúsborðið mitt nýja er 2 x 1 mtr, við getum sko rúllað okkur upp úr hvort öðru ef það væri málið ......
En Krummlingurinn er á góðri siglingu í að öðlast nýtt líf, málaður út á alla kanta en þeir eru breiðir. Ég sé fram á að klára hann fljótlega en ég er að vinna nokkrar myndir fyrir skemmtilegt skemmtilegt sem er í mótum. Það sem er fætt í huganum, það sem er komið í myndform það sem tilheyrir hreyfingunni, hring eftir hring eftir hring! Hálfgerð hringavitleysa
Krummalingur er Akrýl á striga 20 x 50
Það má segja að þegar singalong dingalong innri veran situr og starir á stjörnurnar þá velji efnið ávallt það sama, leiti eftir svipuðu formi og faðmi öryggi þess sem þekking leiðir.
Þú hefur ávallt vitað en læðist með lífslínunni af sama hraða og áður. Við vitum svo margt samt ekkert. Við erum döpur í sinni en samt svo glöð. Ef við gætum farið í líkamann á röngunni, sýnt okkar innri mann og konu, sýnt okkur eða falið. Við höfum valið og stöndum og föllum með því.
Já dásamlega flókin eða einföld tilvera, var einhver að tala um að sér leiddist! Nei, held ekki .....
24.11.2007 | 15:31
Jóla Jóla 2008 ....
.... Ég hætti við að gefa út englakortin í ár þar sem ég horfði fram á tímaleysi og fullt af allskonar afsökunum um það að ég ætti ekki að gera jólakort í ár!
Það var allt tilbúið en feit MARA hafði náð að tylla sér á mig og hvísla að mér allskyns orðum sem urðu til þess að ég lagði hendur í skaut og málið var dautt. Fyrir utan að það er búið að vera mikið að gera og grafíski hönnuðurinn sem hefur aðstoðað mig týnd og tröllum gefin.
Fyrir nokkru sat ég og spjallaði við englana mína og þeir hvöttu mig til að hreinsa sálina og gera allavega jólakortin fyrir vini og ættingja. Og, að sjálfsögðu hlusta ég á englaraddir!
Í fyrra hannaði ég og seldi jólakort sem báru heitið Geðveik Jól og voru í anda geðveikinnar. Það sem ég hefði átt að gera með þessu korti var t.d. að styrkja Geðhjálp sem er virkilega þarfur félagsskapur yndislegs fólks eða einhvern sem hefði ekki slegið við nokkrum kúlum.
2 af 5 tegundum Geðveikra Jóla
Í ár hef ég gert 2 kort sem bera heitið Jóla Jóla 2008 og eru í anda kortanna frá því í fyrra að því frábrugnu að nú er konan komin í klæðin ....
Mamma sagði mér að hennin þætti nú einum of að vera með þær á píkunni og það á henni berri. Já, mamma hafði kanski rétt fyrir sér með það, eða hvað?
Það var ein kona sem sagði við mig að þessi kort væru hreint ógeðsleg. Mér þótti mjög vænt um að viðbrögðin voru svona eðlislæg og að í þetta sinn hefði ég náð fram athygli sem ekki stóð á sér. Mamma vinkonu minnar seldi kortin fyrir mig og fékk einmitt svipað frá einni vinkonu sinni og við það lét hún í minni pokann og sá að boðskapurinn var kanski ekki sá rétti.
Ég spyr stundum, hvar og hver er hinn rétti jóla andi, hvar og hvernig eru jólin. Fyrir mér hafa jólin verið hátíð barnanna og þannig á að varðveita jólin en við erum alin upp með mismunandi áherslur sem vill gleymast í veraldlegum gæðum í stað þess að varðveita boðskap um fæðingu frelsarans.
Jóla Jóla 2008
Mér finst eiginlega vanta eitt stk. til viðbótar en það kemur í ljós. Upplagið verður ekki stórt í ár enda hver að verða síðastur að láta prenta, skera og dúlla þessu rétta leið.
Stúlkurnar í ár eru öllu prúðari en í fyrra en innrætið er það sama.
Jólin koma hvort sem við erum hér eða þar.
Það er veisla hjá mér í kvöld og ég er á fullu að klára einn Krummaling ... elska krumman ! Fyrir mér er Hrafninn eitthvað ómótstæðilegt. Ég kasta mér út úr bíl á ferð ef ég sé flottan Hrafn og sem dæmi var ég hálf út úr bílnum að taka myndir upp í loftið.
Ég er búin að skrá hjá mér marga af mínum bloggvinum á jólakortalistann og ef þú vilt að ég bæti þér á listann sendu mér línu á zordis@zordis.com
Ætla að fara að setja skol í hárið (red hot chilly) og kantskera Friðrikku.
23.11.2007 | 18:18
Engla tal er svo sætt ....
Fyrir framan mig stendur engill í hvítglansandi kjól með celeste bláum töfraljóma. Engillinn heldur á stjórnu og orð himinsins segja FRIÐUR.
Þessi engill er búin að vera í kring um mig og ég tek þetta sem vísbendingu um að taka á öllum málum af miklum kærleik. Finna kærleikann í hjarta mínu áður en ég opna munninn.
Fjallið mitt kom með ábendingu í hádeginu, varpaði fram hugmynd sem er svo skæs og næs að allar aðrar hugmyndir eru á bara áfram í geymslu á hugmyndahillum heimsins .....
Ég fæ oft hugmyndir, langar oft að gera ýmislegt en set alltaf eitthvað í veg fyrir það, hugsa í flækjum um hvað sé skynsamlegt og ákveð að þetta sé ekki rétta stundin eða henti ekki. Ég hef reyndar þá trú að þegar efi hvílir í rótinni þá er ekki rétti tíminn.
Hins vegar eftir að hugmynd Fjallsins var matreidd og ígrunduð hef ég orðið vör við svo margt hér í höllinni okkar. Engillinn á móti mér sem veifar FRIÐARSTÖFUM og göngulag frá annari vídd, þar sem engill styður við mig er eins konar staðfesting á að eitthvað sé rétt og gott.

Það sem ég kanski vildi sagt hafa er að hafa hugmynd sem fer ekki á hugmyndahillu alheimsins, fá hugmynd og vilja framkvæma hana, gera allt til þess að ýta henni úr vör. Já, svona eiga Fjöll að vera.
Ég elska Fjallið mitt þó ég sé kanski ekki sammála þessari hugmynd hans um suma hluti.
Englar eru yndislegir og alltaf til staðar. Þegar við skynjum þá í nálægð þá eru þeir komnir til að gæta okkar. Vona að helgin verði góð og nærveran styrki okkur.
Elskum hvort annað alla helgina