Færsluflokkur: Menning og listir

Fáðu útrás í himnasænginni .....

HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart

Ljúfur föstudagur, tónlistin ómar í sálinni og sólin gægjist fram úr dúnmjúku skýji sínu.  Ég var þreytt í morgun enda var ég bundin með silkiþráð við gullið ský sem hvíslaði að mér leyndarmálum. 

Ég á að ganga hreint til verks, vera sjálfri mér samkvæm, njóta þess að vera í þeirri mynd sem birtist í nútíðinni.  Hver kannast ekki við það að grafa í kistu minninganna og hugsa til baka með stjörnur í augum eða hlakka til framtíðarinnar með óþreyju og gleyma nútiðinni sem er okkar guðsblessun.  Nútíðin er minn jólapakki og ég ætla að njóta þess að hafa hann hjá mér .....

Ég er heppin manneskja, stundum er ég ómanneskjuleg en ég reyni að standa pliktina sem sannfærir sjálfið.  Ég trúi ekki á mistök nema um vettlingatök ræðir .... Nei, grín, ég trúi á gleðina og grínið sem nærir okkur.

Ég var stödd hjá þinglýsingarstjóra sem er hluti af mínu daglega starfi og var með viðskiptavini mínum og við fórum í gegn um ákveðna hluti.  Maðurinn er mjög alvarlegur, vel metin jakkafatakarl sem sjaldan skiptir skapi.  Starfsmenn þinglýsingarstjóra höfðu falið honum röng gögn sem átti að undirrita og nú brá litlu lufsunni "moi"  .....  Virðulegur viðskiptavinur minn barði í borðið fyrir framan fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og ég bað minn mann vinsamlegast um að róa sig. 

Ég tjáði honum að svona sterkar tilfinningar væri best að útkljá á jákvæðan máta og þá upp í rúmmi með gullfallegri konu.  Hann horfði á mig, þagði um stund og sagði "það er ekkert rúm hérna"  ............ Honum fanst ég náttúrulega fyndin og málið lá þar með dautt og reiðin farin fyrir brosi og björtu andliti.  Við fórum yfir gögnin og lagfærðum skjölin og kölluðum til vararáðstafanir svo aðgerðin gæti átt sér stað!

En það sem gladdi mig er að ég á mér vin, hann kallar sig El Alto og var að gleðjast yfir píkusögum sem er næsta samantekt hjá nokkrum vinkonum mínum.  El Alto tók sig til og hnoðaði saman í píkufrasa sem ég læt hér fylgja með algjörlega innanpíkubleikann ......

 píkusögur birtast hér

á því er engin vafi

píku áhugi er hjá mér

þó ég enga hafi

Ég hló af þessari litlu vísu sem mér finst einstaklega skemmtileg .... Hér er komin byrjun á nýrri bók sem mun hljóta nafnið píkusögur.  Bókin er reyndar búin að vera að gerjast í maganum á mér lengi en nú er ekkert sem stöðvar mig

Elsku bloggvinir og vinir þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur þótt bloggið mitt virðist vera svolítið innanlitað upp á síðkastið ....  Ég gæti allt eins verið að ræða um ilsig eða ristilbólgur en hver tekur fyrir það sem honum/henni er kærast og það má segja að píkan er mér hugleikin svo finst henni líka gaman að leika sér ........

ÁST OG HAMINGJA


Shop till you drop ...

... Pay and smile!

Í dag rigndi konunni niður, það var svona dæmigert, þvo sér undir höndum með froðusápu ...

Ég átti erindi vegna starfsins í banka bæjarins og lagði bifreiðinni í mollinu.  Þegar ég hljóp varlega í gegn um mollið, sælla minninga þegar ég flaug niður af þriðju hæð á aðra hæð .... "hér var að sjálfsögðu verið að þjálfa upp vængstúfana" .... Meiri fararheillinn sem fylgir þessari konu!

Allavega og burt séð frá þessu þá droppaði "moi" við í tískuhúsi borgarinnar og valdi mér eiturgræna peysu !!!  Þegar ég kom að kassanum var ég efins um hvort að peysan væri í minni stærð.  Ég spurði því afgreiðslukonuna hvort hún héldi að þessi stærð væri í lagi ( pssst. nenni sjaldnast að máta ..... ) 

                             Hún sagði;  þú ert með brjóst

                             Ég hugsaði;  já líklega hef ég brjóst

                             Hún sagði;  Hún verður fín

                             Ég hugsaði;  já liklega verð ég fín með brjóstin í peysunni !

Að auki fékk ég mér diskógalla, svartar rennilegar buxur þar sem ég er að fara með elskulegri tengdamóður minni og mágkonu í svona kjéddlingapartý á sunnudaginn!

Elsku tengdó

Lífið er gott, er það ekki bara  .......

Ég er nú hrædd um það, þrátt fyrir misgæði heimsins og smávægilegur deilur þá er ekkert nema gott um þetta allt að segja.  Var að spekulera í hvað ég er stútfull af orku í sumt en annað ekki.

Ég á t.d. bágt með að taka afstöðu til einfaldra atriða, sem eru í raun hrikalega flókin.  Ég held ég ætti að vefja mig inn í hnykil og njóta hlýjunnar sem kemur frá honum.  Kúra svo í Fjallinu mínu og taka einn dag í einu.  Ég veit að það góða, það óða má öllum bjóða ..... Ég veit svo margt en samt svo lítið.

Það er gott að vita fátt og hafa höfuðið hátt og ég segi enn og aftur lífið er BARA gott!

LoL


Þegar ég vaknaði þá var föstudagur ....

Langar að breyta til.  Þó ekki neitt nýtt því hér snúast breytingar um hárprýði á höfði. Kanski að Friðrikka fái smá lyftingu, nokkuð ýkta túperingu eða að hún ákveði að fara í O.Connor lúkkið.

"En svona bæ ðe vei.  Í dag er fimmtudagur, í allan dag!  Dagur sem dettur út í manneskjunni er sannarlegur lukkudagur!  Ég hef haft svo sérkennilega tilfinningu undanfarið og ætla að láta reyna á lukkudísirnar mínar.  Má vera að í dag sé frídagurinn þeirra, þær safni kröftum fyrir helgina ......."

Hvernig líst ykkur á þennan?

Crimson hot rauður

Djarft val að fara út í svona lit þegar kona er með lítt áberandi hárgreiðslu.  Fellur inn í hópinn og er á sínum þægindapunkti, seif og sæl.

Útkoman gæti orðið eitthvað á þessa leið;

null

Red hot chilly hair

Einhverja breytingu á við þessa langar mig í .... hummmmm, verða svo ástfangin og líða inn í nóttina.  Stíga á Fjallbreiðuna og umvefja mig ást hans í það óendanlega.  Þakka fyrir mannlegar þarfir og njóta hverrar stundar sem okkur er gefin. Í lífinu er ekkert sjálfgefið svo ég ætla að þiggja það sem gefur tilverunni lit.

Alein
Rautt er liturinn fyrir helgina

Haustlaukar og fermingarsystur ....

.... hehehehe

Fermingarsystir mín er lítil láfa, loðin um vetur, kantskorin á vorin ... á sumrin sæl í sinni og ligeglad á haustin!

Fermingarsystir mín
Elsku litla systir mín
til prests saman
það var gaman
við drukkum prestsins vín
Elsku litla systir mín
stendur út á götu
með oggulitla fötu
allsber svo "jette"  fín
berró
með fötuna
við götuna
gvöð, en perró
Heart

Best að halda sér bara í fermingargallanum og ræða við stölluna þar sem hún er komin til lífs og nýtur þess að klappa saman lófunum "the love" ....  Sigrún, pigrún sko!

Allt gott í stöðunni, haustlaukarnir gætu haft sína tvöföldu merkingu en það jafnast fátt á við að setja niður haustlaukana og bíða vorkomunnar!  Sannarlega blómlegt þarna uppi núna.

Ætla að fara í kjólinn sem ég var að sauma og, setja kamb í hárið og sveifla faldinum svo systir mín fá að sjá laukinn sem stígur sporin með mér.  Ertu til í dans?

Fjallkonan í sveiflu ....
Alltaf tími fyrir dans, er það ekki Friðrikka?
Koddu út á gólfið með mér

 


Dúkku puðr

...  Hún var dugleg og tók upp bretti, lét ekki sitt eftir liggja og spurði nærfærnislega hvort ekki færi vel um Fjallið.  Hann játti því og dáðist að hugulsemi konu sinnar sem stóð hátt upp í innkeyrslunni.  Hárið blaxaði í ljúfri haustgolunni og það kom blik í auga hans.

Í bílskúrnum ...

Auðvitað á kona að hugsa vel um elskulegan eiginmanninn.  Ég hafði lokið við að skipta um hjólbarða á bílnum þegar ég ákvað að aðstoða Fjallið mitt við að henda ýmsu rusli út úr bílskúrnum.  Afleiðingar ..... flugæfing og litlu vængstúfarnir náðu ekki að hefja mærina á loft.

Þriðja skipti á nokkuð efnilegum tíma hefur konutetur þanið vængstúfana sína án árangurs.  Í þetta skiptið náði snillingurinn að blóðga á sér olnbogann þegar hún féll og rúllaði sér niður rampinn.  Bakið er aumt í kring um vængstúfana.  Ég er sennilega búin að fatta hvaða brölt þetta er á mér og það er sennilegast jafnvægið sem er að gefa sig. 

Það að sleppa hveitinu úr fæðunni er algjört kraftaverk fyrir holdið.  Svo ég hlýt bara að vera að grennast svona mikið.  Sé loksins á mér píkuna (finst pulla og pjalla sætari orð .... en kona á fertugsaldri verður að fara að tala um ..... *roðn* anukípið á sér ...) 

Smá grín LoL ég var eitt sinn að vinna með konu sem fór í megrun og einn morguninn kom hún að mér og sagði .... Vííííí, ég sé á mér píkuna!!!  Ég hugsaði með mér ÆÐI ... Hér þarf sko ekki að mæla með hópefli í sjálfsskoðun.  You little pussycat!

Dúkkan heldur á vit ævintýra


Taktu brotna vængi mína ....

... Og lærðu að fljúga!

Bítlarnir eru dásamlegir og lögin þeirra lifa svo vel.  Þegar ég var í skólakór Stýrimannaskólans þá sungum við mörg bítlalaganna og hún Ragga gerði tónlistarlífið svo lifandi og yndislegt.

Sunnudagsmorgunn, blómadropar í mallakútinn, kaffidreitill og niðurskornir ávextir, Kiwi og Kaquis ...  Hvað er betra en að fá kolvetnisbúst að morgni.  Hlusta á Blackbird með bítlunum og horfa út um eldhúsgluggan á lótusblóm teygja sig að iljum englanna.

Í gær var ég löt. 

Las blogg vina minna

Fór í kaffisopa út í bæ

Fór í Apotek og keypti ph neutro sápu

Teiknaði

Fór svo út í matvöruverslun og keypti girnilegar Entrecot steikur, tómata og hélt heim á leið að elda ......  Steikin varð "delisju" og einn niðurskorinn tómatur baðaður í balsamediki og olífuolíu mátaði bitana sem runnu niður með perlandi rósavíni Mateus.  Fjallið fékk sér kaffi eftir matinn en ég skellti mér í heimalærdóm.  Kláraði verkefni sem ég á að skila á morgun og sé fram á að eiga aukafrídag ..... 

Stafrófið

Dagurinn er rétt að byrja og nú er bara að finna takt sinn og trú og sjá hvort ljóð í formi lita nái að blanda geði á stökkum og hráum striganum.

Njótið dagsins og fegurðar þeirra sem deila honum með ykkur.


Sögukeppni Katrínar Snæhólm .....

 

Frábært hjá Katrínu Snæhólm að klóra upp í kollum bloggvina sinna ..... 

Sagan sem ég setti inn ...

Lítill apaköttur sat á grein og velti fyrri ser staðreyndum um hamingju mannapans.  Það sem dró hugarskot athygli hans var undravert athæfi hans.  Hann gladdist ekki, hann brosti ekki, hann hljóp undan, var svo oft brotinn og niðurfyrir.  Mannapinn var bæði stirður og skapíll.  Hann átti það til að sniðganga afkvæmi sín og skilja þau eftir bak við luktar dyr.

Þessar dyr voru margar og mismunandi en mannapinn var alltaf eins.  Eins með sjálfan sig, og kom fram við sjálfan sig á undarlegan hátt ólíkt því sem gengur og gerist í hinum eðlilega heimi apakattarins.

Þegar lífið vaknar, þá dregur ský frá sólu, þá opnar andlit augu og andardráttur hins almenna lífþega sprikklar til þess heims er enginn þekkir.  Ilmur af trjágreinum, blómum, fersku vatni og angandi blik lofsins fær apaköttinn til að klifra upp sítrusviðinn, verða hluti af því sem lífið gefur.

Mannapinn hann skeytir lítið um fegurðina sem mætir honum, hann heggur niður það fagra til að fegra sína snauðu veröld.

Bak við luktar dyr hvíla börn mannapans meðan hann/hún aflar viðurkenningar út í heimi.  Afla fjár til að auka við heimsku tilverunnar.  Bak við luktar dyr hvíla þeir sem þola ekki birtuna, þeir sem þrá einveru og þeir sem eiga engin orð.

Mannapinn og apakötturinn eru bræður sem hvíla sitt hvoru megin hurðina.  Hurðin er lokuð á báða vegu og inngangur / útgangur sá sami.  Birtan er ljósið sem við þráum jafnt á við dimmuna sem vekur okkur til svefns.

Þrjúþúsund ára bolur er nú orðin nýmóðins hurð sem dregur til sín birtu sólar og kyrrð nætur.  Hvort um sig jafn gott, hvort um sig í lífkerfi mannapans og apakattarins.  Ilmur næturinnar og lótusblóma fullnægjir þeirri jarðnesku tilveru þess að skynja.

Hurðin er blik sálarinnar, hindrun og hömlur.  Á morgun munu þessar dyr opna sig.  Á morgun munu apakettir og mannapar blanda geði.

Heimurinn mun ná fullkomnu jafnvægi í fegurðinni, heimurinn mun líta í augu þín og sjá seltu heimsins, sjá guðdómlegt jafnvægi himins og jarðar.

Hurð er bara hurð, gerð úr spítu og annari spítu.  Hurð þjónar þeim eina tilgangi að henni sé upp lokið eða niður skellt.

Hin jarðneska veröld er þeim megin hurarinnar sem þú kýst, veldu þína tilveru á þá einu leið sem hjarta þitt slær!  Á bak við tjöldin eða á svið tilverunnar ..... hlutverk í hlutverki.

Sögukeppni Katrínar Snæhólm

 

Hurðin sem ég valdi í sögukeppni katrínar snæhólm.  Hún bloggvinkona mín er svo mikill snillingur að vekja upp áhuga hjá fólki að nota hugann.  Ég tók að sjálfsögðu þátt, finst það bara skylda að vera með en það er mitt vandamál Joyful  ......

Ánægjan að vera með og sjá sögur hinna er að sjálfsögðu það sem gefur lífinu lit.  Nú þegar eru komnar allmargar sögur og ljóð.  Fólk getur skilað inn sögunum sínum fram til miðnættis á mánudag og ekki er verra að segja frá að Katrín lofar sigurvegara með fallegri eftirprentun af málverkum sinum. 

Tvíburakonan
Þessi er mín uppáhalds
Mæli með að fólk skoði síðuna hennar Katrínar og taki þátt í skemmtilegum leik.
Laugardagur til lukku

Eitthvað svo aum í hjartanu .....

Í lausu lofti

heimurinn ....

Ég kann að sprikkla af miklum krafti, stelst stundum til tunglsins og horfi yfir! 

Djúpur, svartur og hlýr hjúpur faðmar flugorminn sem hverfur út í geiminn og snýr svo aftur heim, stundum fer þessi innanormur og óþekktarpúki eins nakinn og hún kom í heiminn en stundum í heimagerðum prjónafötum úr eingirni.  Á ferðalaginu er svo margt að sjá og allir litir heimsins birtast í hugskoti hennar. 

Ilmandi geimblóm, silfurlituð geimkorn sem galdra við snertingu sjáaldurs þíns.  Í hjúpinu ljúfa eru tár þín gull og rómur þinn ljúfasti tónn.  Þegar karlinn í tunglinu horfir til þín þá er tími til að koma sér heim.  Á jörðina sem hefur aðlagað sig að lungum þínum, að tíma sem gamaldags lífsform þyrlar í hjörtum okkar.

Lífið er svo undursamlegt, með tár í auga sem snertir hvarm, með lífsleik hamingjunnar tökum við næsta skrefið.  Hvað er líf án þess auðmjúka vatns heimsins.

Lífið er leikur sem fær okkur til að ferðast í tímanum og því rúmi sem umlykur oss.  Ef allir gætu fundið ástina og hamingjuna.  Ef allir fengju að finna kærleiksríka sorg og snert af raunverulegum lífsgæðum, lífsgæðin erum þú og ég.  Einföld myndhverfing þess eiginleika að vera!

Elskum hvort annað, elskum það að vera og njótum tilverunnar sem ástin gefur okkur.

Með gullbrá á hvarmi óska ég þér vellíðunar, ástar og þess hreina sem hjartað okkar dregur.

Heart

 


Mér var hrint af hrekkjusvíni ....

... ósýnilegu hrekkjusvíni.

Konan gekk svartklædd, ótrúlega róleg að dunda sér við setja lykla á lyklakippu vinafólks míns.  Ég hef verið að stússa í ýmsu og eitt leiddi af öðru.

Eitthvað var ég utan við mig og veit ekki fyrr en ég PLAFFA í götuna.  Gleraugun mín hinum megin göngustígarins og hummerlyklarnir ennþá í loftinu. 

Hvað gerðist ????

Lítið útlenskt karlmannsandlit kom askvaðandi og bað um að fá að hjálpa mér, ég var svo ringluð að ég horfði í lítil og kramin augu sem voru full samúðar.  Hann var búinn að ná í gleraugun og greip lyklana mína og studdi konukroppinn á fætur.  Ég er aum í fæti, með hrúður á vinstra hné og svo sé ég til með Fjallaskoðun síðar í kveld.

Ósýnilegur hrekkjalómur ýtti mér ( er eiginlega alveg viss um það) og vængirnir tóku ekki við sér.  Töluvert af fiðri lá allt um kring og þakka ég það englunum sem hafa komið aðsvífandi til að bjarga mér.

Það er náttúrulega ekki beint gefandi að ætla að hætta að ganga niður stiga á miðri leið niður.  Þetta var nú ljóti "niðurgangurinn" hjá mér, verð bara að segja það.

Það er eitt að fá góðverk í hjartað og verk undir axlarspjöldin þótt kona taki ekki upp á því að fljúga innan um blákalda og spólgraða iðnaðarmenn ..... ( hljómar ýkt .... en konurnar á hringtorgunum eru ekki að selja vatn eins og margir halda )  ......

puff

Eftir svona dag þarf kona að hvíla sig

Það er búið að vera yndislegt veður .... ég fann réttu garðhúsgögnin þar sem mín gömlu voru allt of stór á veröndina .... og svo voru eitt stk. hreyndýrafiltershorn keypt með bjöllum á og sonarkrúttið hljóp út um allt eins og eitt stk. hreindýr!  Ekki frá því að bjölluhljómurinn hafi lyft konu á hærra plan eftir niðurganginn ......


Að átta sig, hátta sig ....

Tengdó hringdi í mig í kvöld og spurði hvort ég væri komin í kvöldklæðnaðinn.  Nei, svarði ég að bragði og sagði henni að sonur hennar væri að tendra upp í arninum Heart og mér þætti alls ekki viðeigandi að vera í evuklæðum ...... Mín kaþólska tengdamóðir skildi það vel, að það væri nú ekki hollt að vera að þvælast um þannig klæddur á ísköldum flísunum!

Ætli ég fái ekki velúrkvöldklæðnað frá henni í amælisgjöf  ..... Tounge

Fjallinu tókst að tendra upp í arninum, það varð gargandi rómantík á heimilinu, börnin skoppuðu af kæti og litli brennuvargurinn sonur minn ( væri gott efni í varg ) vildi fá að kveikja á öllum kertum í augsýn en harka móður hans kom í veg fyrir að saga litla drengsins með bengalblysin verði ekki opinberuð nærri nærri strax.

  Stofutetur 

Afmaelisveislan

stofutetur

Læt þessar myndir duga í bili en við héldum upp á 42 ára afmæli Fjallsins, hann fór nú bara hjá sér að fá búðarbakaða súkkulaði, trúfu tertu.  Súkkulaði hjúpaða með tveimur kertum.  Annað kertið var talan 4 og hitt 2 ..... þegar hann verður 4 og 7 þá munum við nota sömu kertin aftur og saga stoðina af tveimur og svo við 7 og 4 ammlið til að nýta kertin.

Afmælisblómavöndurinn sést og hann varð obbosslega glaður að fá blómin, eða var það ég sem gladdist.  Svei mér þá ég bara man það ekki lengur en auðvitað fær strákurinn mótorhjól eða Jagúar í ammlisgjöf.  Er að gera talnaseið sem inniheldur;

segul

kanil

gull

og

jagúrarmerkið

Fer svo með sérstakan seið þrisvar sinnum, krossa mig og kyssi á odda síður nýja testamentsins svo eitthvað sé nefnt!  Þetta er heljarinnar vinna að framkalla gjöfina en ég sé hana fyrir mér og Mæ Herregud hvað Fjallið verður smartur með Kjéddlinguna sína gjörsamlega þarmahreinsaða og glútenlausa um jólin.

Frúin hlær skoho í betri bíl eftir svona kossaseið og kyngikraft!

abrakadabra

Fjallkonan

Fjallkonan kveður

upp í klof veður

í göldrum

í stígvélum

með velsög í hendi

íllræmt þetta kvendi

....

kominn tími á lúr

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband