Færsluflokkur: Bloggar

Ilmandi kaffi fyrir gesti og gangandi

Tími vors og skafrenninnga .... nehhh ekki það síðarnefnda.  Það er komið notalegt vorveður og strendurnar fyllast yfir páskahátíðina.  Það er búið að vera hið besta veður þótt sólin hafi falið sig á bak við skýin.  Í nótt jusu blessuð úr sér svo það ætti að vera létt til veðurs í dag!

Páskarnir hafa verið algjör hvíldartími og liggur við að smá flensuskratti hafi reynt að kíkja við.  Við erum búin að borða góðan mat, samt ekkert í líkingu við íslenskan hátíðarmat.  Börnin fóru á Nasaret göngu með föður sínum meðan húsfrúin hélt veislu fyrir landa sína.

Listsköpun er í góðum farvegi og árangur hinn mesti.  Gaman að skapa og koma frá sér sem sálartetrið hefur í hjarta.  Lá andvaka í nótt, frá fjögur til að verða sex en þá gleymdi kerla sér og náði að lúra í eina 4 tíma.

Heill dagur af skemmtilegheitum framundan.  Dagur sem upplagt er að bjóða vinum í kaffi! 


Að gleðja aðra og sjálfan sig

Risa sýning var haldin í höfuðborg Spánar síðustu helgi, sem og aðrar helgar þar sem glæsilegt sýningarsvæði La Feria de Madrid er hvað vinsælast.  Meðal annars eru sýningar á nýjum bílum, notuðum bílum, húsgögnum, íþróttavörum og hin geysivinsæla Tískusýning þar sem hvert fræga andlitið stingur inn nefi.

Hvað um það, sýningin var stórkostleg og má segja að slungin frúin hafi verið upp-ydduð að hnjám eftir maraþongöngu milli sýningarbása.  Margt áhugavert var á sýningunni en það var allt tengt sumarhúsum, ferðalögum,  húsgögnum og þeim búnaði sem hugsanlega getur tengst því að eiga fasteign á Spáni.  Ághugavert!

Þegar að kvölda tók var rás tekin að leigubílum og á útleið fótaði ég á eftir einni af sjónvarpsstjörnum Spánar.  Í gamni, hringdi ég í 11 ára gamla dóttir mína og tjáði henni hver væri fyrir framan mig.  "wow, Mamma ........EIGINHANDARÁRITUN.......... MAMMA PLÍS"

Já, af öllu fyndnu og pínlegu sem þessi 37 ára kerling hefur tekið sér fyrir hendur þá er ekki of mikið að fá eiginhandaráritun frá fögrum karlmanni.  Mjög myndarlegum karlmanni og segjast vera að fá eiginhandaráritun fyrir dóttirina.  SJOR, að hann trúi mér.  Þetta gekk rosalega vel hjá mér, ég fékk áritun og mynd af mér og goði dótturinnar!  Svo flugum við saman í sömu flugvél heim, var hann að elta mig?  Gæti alveg trúað því þar sem herbalæf er að gera þessa kerlingu að algjörri drottningu!

Hvað gleður móðurhjartað meir en blítt bros barnsins "og nærvera fallega fólksins"


Madrid er græn borg !

Með sanni er Madrid græn höfuðborg í blóma vorsins.  svalir morgnar og hlýjir dagar.  Undarlegur staður í miðju heims þar sem gott er að vera, þar sem við mót er yndislegt og allir viðbúnir til að gefa þér ljúfan dag.

Konur frá norðurlöndum eru í víkingabrynjum og hafa fælt hinn latneska "machista" hinn sanna karlmann rembunnar, sem íslenskar valkyrjur hafa barið niður í hinum meðal íslenska karlmanni.  Við búum við jafnrétti, við þær sem höfum norðlenskt blóð í æðum og roða fylkingarinnar í kinnum.  Nú til dags leitar hinn almenni spænski karlmaður að konum frá öðrum löndum.  Þær sænsku eru ekki lengur í tísku þrátt fyrir ljósa lokka og þess þá heldur íslensku frekjurnar sem ólust upp við rauðsokkumjólkina!  Í dag leitar hinn sanni latneski karlmaður móður sinnar í konum frá suður ameríku sem að sama skapi leita betra lífs í Evrópsku landi!

Burt séð frá latneskum drengjum og norðlenskum meyjum sem vaða upp kantin þá fær Madrid góða dóma.  Ég mæli með heimsókn í nafla alheims.  Það er aldrei að vita nema að eitthvað óvænt gerist, í það minnsta er hægt að njóta góðs matar, leikhúss sýninga og dreipa á gleði heimsins.

Án efa borg til að skoða!  


Madonna í stofunni

Það jafnast ekkert á við stórstjörnuna Madonnu.  Hún er í senn stórglæsileg, fjölhæf og uppátektarsöm.  Núna er stelpan að syngja fyrir mig í stofunnu.

 Á efri hæðinni er ektamaðurinn að hanna tónlist og úti á götum litla bæjarins okkar eru trumbu  og trompet leikarar að æfa sig fyrir páskahátíðina.  Alltaf gaman á páskunum! 

Þetta árið höfum við þurft að þola strangar æfingar frá því í janúar.  Það verður að segjast að æfingin skapi meistarann því þetta er komið í flottan búning hjá þessum elskum.  Vona að æfingarnar byrji síðar og í öðru hverfi á næsta ári :)

Brakandi blíða og útivera framundan ......

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband