16.12.2008 | 23:45
Nótt í elsku heima ...
Þegar flest hefur verið sagt ...
Þá má endurorða setningar og semja ný lög. Standa í nýjum sporum og horfa með öðrum augum.
Lífið er endalaus hringrás, hamingju og gleði. Örlítil sorg sem íþyngir en allt hitt aðstæður sem við sættum okkur við og tölum okkur framhjá.
Við erum nebblega snillingar í því að lifa dag fyrir dag og viku fyrir viku.........
Læf is good og það er sko þess virði að lifa því!
Í nótt ætla ég að ferðast til Grikklands og spyrja út í afkomendur Don Griego ... Má til þar sem að Sissó vinur minn kom í draumaheima ... Furðuveröld drauma minna ... Rauðar rósir og 2 af þremur feitum bréfum í höfn.
Ég er að setja pússlin saman og get varla beðið .... 22 desember er dagurinn!
Leyfi ykkur að fylgjast með rósaknúbbum og óvæntum glaðningum. GÓÐA NÓTT elskurnar!