Feng Shue fjölskylduhornið mitt ....

Var að spekulera í Feng Shue fjölskylduhorninu mínu.  Sé að það er komin ringulreið og allt of mikið að pinklum og prjáli þar. 

Hlakka til helgarinnar til að leggja upp með nýtt skipulag og ætla að hreinsa út skepnurnar sem sitja fyrir mér og fella mig.

Ég er slæm í vinstri öxlinni, nokkuð góð í hnjánum en þokkalega íllt í vinstri hönd eftir fallið.   Ég "ba ba ba ba ba bara skilettekki" eða hvað??? 

Alltaf að reyna að komast á flug, finst ég hafa vængi en kann bara ekki almennilega á þá!

vængirnir mínir   Á góðri stund 

Reyni eftir megni að að þyrla þeim, fer ekki úr fjöðrum en þetta er slungnara en ég bjóst við.  Það stóð ekki neitt um þetta í leiðbeiningunum.  Vankunnáttan verður til að sumir enda svo upp aumir og skræmdir!  Það sagði enginn að lífið væri auðvelt og þægilegt .................. en það er bráðskemmtilegt og gott að eiga góða að!  Best að vera góð við Fjallið mitt í dag!

Eigið góðan og áfallalausan dag Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Eigðu góðan og áfallalausan dag líka og bannað að detta

Ólafur fannberg, 11.1.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband