10.1.2010 | 16:50
Næsta partý ....
..... Jólin og áramótin og þrettándinn eru farin.
Komu með stuttu millibili og snertu hjartastað okkar hvert með sínu lagi.
Langamma mín á afmæli þann 14ánda desember og þá byrjum við jólin njótum dýrðar og gleði ... Nýtt ár lítur við með góð fyrirheit, loforð og vonir heimsins. Á þrettándanum á svo langafi minn afmæli og við pökkum jólunum niður með góðum minningum og þakklæti í hjarta.
Hvað er svo næst?
Ég er mikið að spá í Þorranum, rifja upp hvernig selshreifar bragðast (held samt að minningin þurfi enga upprifjun), súrsaðir pungar og hákarl. Ég er að spá í að spella eins og ég stundum geri. Huggeri athöfnina og mæti á hið árlega þorrablót afmarkaðs hóps íslendinga og mæti svo í spinning með uppáhalds spinnurum hins sama.
Næsta partý verður vonandi á Íslandi ef guð og lukkan lofar. Þangað til þá er bara að brýna brosið, mæta í frúarleikfimina og spurning að skella sér á útsölur og versla föt sem passa á konukvikyndið. Gengur ekki upp að vera fatalaus.
Frekar dökk mynd en hér er konan í upphafi átaksins .....
Komin með nýtt hár en eitthvað er hnéstellingin kjánaleg ....
Skiptir nú ekki öllu máli en lífið er bara gott, sami líkaminn, sami andinn en prinsessan gægjist út um annað augað. Enn er langt í land og nú hefst vinnan fyrir alvöru.
Það er byrjað að rökkva og kertaljósin loga og lýsa bænir til þeirra sem mest þurfa. Þessi helgi var fljót að líða og ég veit að vikan verður það líka.
Eigið yndislega kvöldstund og góða viku. Lífið er bara skemmtilegt og gott!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Flott gella! -Hvernig var það svo.... "ég sagði komdu komdu komdu í partý til mín".....
Bíð spennt jú nó! Á samt enga selshreyfa en gæti reddað þér harðfisk ef það dugir?
Elín Björk, 10.1.2010 kl. 20:04
Þú lítur svoooo vel út
Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2010 kl. 21:11
Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 15:32
Rosalega ertu flott kona.Glæsilegur árangur hjá tér
Gudrún Hauksdótttir, 14.1.2010 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.