11.1.2007 | 21:58
"þrifakonan" hætti, hún fór til síns heima ....
Ég hef alltaf verið á móti því að fá konu heim (eða mann ef því er að skipta) til að þrífa skítinn undan mínu eigin "drottnunargati". Ég hef barist á móti því eins og ljón að fá að gera þetta allt saman sjálf!
Í desember stóð þannig á hjá góðri stúlku að hana vantaði vinnu og ég lét obbinn af og samþykkti að fá aðstoð hennar. Hún var yndisleg, gætti barna minna eftir skóla og kom svo aukreitis og þreif það mesta!
ÉG SAKNA HENNAR!
Hún fór til síns heima fyrir jólin og kemur ekki aftur.
Maður kemur í manns stað og viti menn að þegar ég kom heim í kvöld þá var dóttir mín búin að láta bróðir sinn læra að mestu leyti og var með góða tónlist á græjunni á fullu að gera fínt. Henni tókst vel til og á heiður skilið. Yndisleg stúlka sem ég þakka guði fyrir að hafa fengið að láni!

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hún er eðal gull þessi stelpa. Alltaf verið óskaplega vandvirk, dugleg og fljót í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur - er hún ekki eftirmynd mömmu sinnar
Léleg móðir? ... úff, ég held að við séum allar (við mæðurnar) að reyna að gera okkar besta, er það ekki.
Ekkert að því að hafa "þrifakall/konu" ef þannig stendur á - stundum þarf að velja og hafna.
Sendi þér snjóengil
Snjórinn hefði átt að vera svona skemmtilegur um jólin fyrir litla stráka sem vilja snjó. Hann má alveg missa sig núna blessaður snjórinn.
Lisa (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 02:11
Held seint þú getir flokkast í letihópinn kæra vinkona!! Þú áorkar ótrúlegustu hlutum að mínu mati!!
Yndislegt að koma heim og sjá einhvert barnanna vera að snyrta til!!!
Knús og sjáumst á eftir :)
Elín Björk, 12.1.2007 kl. 08:31
kvitta fyrir innlitið.. skil þetta með 24 tímanna stundum altof stutt....
Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 08:49
Fallegu börn
Dugnaðarforkur Íris Hadda og stórglæsileg eins og litla krúttið.Að ungarnir manns þekki mann og við þau er að mínu mati sterkasta táknið um indislegt samband og gagnkvæma virðingu
Solla Guðjóns, 13.1.2007 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.