Og svo heldur lífið áfram ....

Litli bróðir minn er virðulega þrítugur í dag Heart  Bara yndislegt að eiga afmælisdaga og geta haldið uppá þá.  Ég er ekki í vafa með að litli bróðir hafi átt góðan dag með elskunni sinni.

Ég er búin að vera í náttfötunum í allan dag, bara haft það kósý og legið í leti.  Svo verður sýslað á morgun og helgin smollin á!

Ást 

Ást

Fögnuður

 Set þessa inn til gamans en flísin á hægri hönd er 44 x 16 er s.s. lengri og grennri.  

Fór í verksmiðjuna og var að leita að portúgölsku efni sem er 50 á hæð / hálfur mtr en því miður hætt að framleiða.  Það sem strákarnir reyndu að gera mér til hæfist og gáfu mér nokkrar flísar eins og þessa til hægri.

Fögnuður er nafnið á henni enda er lífið til þess að fagna.

Allt of gott til að vera satt, allt of sætt til að gretta sig og geifla, allt of yndislegt bara .....

Beisiklý bjútífúl Heart

 

 

Ástarsaga og Fögnuður 

Spéfugl 

Spéfugl

Fyrsti kossinn 

Fyrsti kossinn 

Dagarnir líða hratt og nýr dagur lítur brátt dagsins ljós.  Myrkrið umvefur konuna með hlýrri miðjarðarhafsslæðu.  Hlýtt, kanski ekki hlýtt en hlýjan er þessi nærvera við lífið og jörðina sem slær í hjartanu.

Lífið er fallegt og konan í grænum háum hælum.

Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar flísarnar hjá þér, Spéfuglinn er í uppáhaldi.....

Barbara Birgis (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Elska flísarnar þínar. Til hamingju með bróa

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.1.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:44

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Flísarnar eru Yndislegar ,eins og tú fallega kona

Gudrún Hauksdótttir, 2.2.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband