25.2.2010 | 16:16
Smitaðist af pönnsuflensunni ....
.... Það er víst heiftarleg pönnsuflensa að ganga á Skaganum og alla leið til San Miguel. Þessi sótt er stórhættuleg og lenti ég svo ílla í því að ég er með pönnsustaflana allt um kring.
Get hoppað og skoppað eins og gerist best á nýmóðins trampólín.
Gaman að því!
Burt séð frá pönnsuflensunni þá þjáist ég af einrænni hegðun er tengist málaralistinni og hef setið með málningarsletturnar langt uppá olnboga og vaki frameftir nánast allar nætur. Það er svo gott að svala sér með þessu móti í fallega vorveðrinu hér Spániá.
Ást er, eftirprentun í Ikea ramma
20 x 29 í ramma 32 x 43
Hrafnaást, eftirprentun í Ikea ramma
20 x 29 í ramma 32 x 43
Veðrið er guðdómlegt við Spánarstrendur, hvíta ströndin er gullið er faðmar sæ og litríkar hugsanir teygja sig á strigann. Hitinn fór yfir 20° í forsælu í dag og ég opnaði flesta glugga uppá gátt til að anda að mér deginum ..... Það undursamlega er að tíminn flýgur þöndum vængjum og við líðum eins og sandkorn eilífðar í átt að takmarkinu. Við fæðumst, við deyjum en lifum endalaust .....
Vonandi næ ég mér heilli af pönnsuflensunni ...
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Semsagt íslenskt sumarveður á Spáni núna, njóttu vel, hér snjóar og lífið er bara gott.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2010 kl. 16:31
pönnslur upp um alla veggi......... er eins og pennslað upp um alla veggi.... njóttu krútta
Rósa (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.