4.3.2010 | 09:19
Með blátt blóð ....
í æðum ..... Bara æðislegt að berjast við brottför úr draumaheimi, nudda augun og teygja úr sér undir hlýrri sænginni. Það er ómur af herramönnum heimilis er taka sig til fyrir verkefni dagsins.
Ég ligg áfram og dotta milli tveggja heima en finn að næturævintýrum er lokið og kominn tími ævintýra ljósheima. Á náttborðinu er glitrandi kóróna með fallegum steinum, töfrasproti og merki friðarins.
Já, heill dagur en fyrst er það hrökkkex með berjasafa og rjúkandi kaffi, það er gott að sitja í birtunni og faðma daginn, taka fram sparifötin og setja blóm í barminn. Kórónan komin á sinn dag og nú getum við hafist handa.
Í gerjun er lítil mynd er ber titilinn æðruleysisbæn, klár á nagla. Þakflísin kallar á litina og fær sínu framgengt.
Fegurðin í deginum er hluti af samruna heims og sálar, bara fegurð er geislar frá konunni með kórónuna.
Njótið lífsins í deginum
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:15 | Facebook
Athugasemdir
Knús
Sporðdrekinn, 5.3.2010 kl. 01:46
Falleg að vanda þessi færsla hjá þér, mjúk og dreymandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.3.2010 kl. 12:44
Flott þessi bæn líka! Bæðevei, er þér batnað af pönnsuflensunni?
Elín Björk, 13.3.2010 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.