5.3.2010 | 16:53
Ananas stelpa ....
... Sykursæt, skemmtileg og sexý
Ananas stelpur eru bragðgóðar og finna uppá ýmsum frábærum uppákomum og eru duglegar að skapa ýmiskonar afþreyjingu. Ég þarf að finna mér ananas hatt og komast í klíkuna.
Föstudagurinn er að sigla hraðbyr í átt að kvöldi, heimilisverkum er lokið og "madre mía! hvað það er ógó pókó hreint og fallegt hér allt um kring. Nú gætir þú misskilið mig og haldið að hér væri alltaf allt í skít og drullu en það er allt önnur ella. Það vildi svo skemmtilega til að ég fékk heimilishjálp til að koma heim 2x í viku og það tekur allt of mörg slög pr. mínútu að útskýra afhverju þannig að ég bara sleppi því. En til að gera langa sögu stutta þá hef ég endurheimt HAMINGJUNA mína því hjálparhellan er hætt og ég skúra og skrúbba frá mér vitið og elska það!
Hamingjan er dásamleg í því litla sem snertir okkur. Hamingjan mín er þessi yndislegi hversdagsleiki, finna fyrir því að vera skúringarkona sem er líka ananas stelpa
Ananas systur, akríll á striga með olíu undirlagi 30 x 30
Nú ætlar konukroppur að ráðast í að taka blómamyndir í gríð og erg. Lífið er gott á góðum degi og helgin smollin í hjartað. Ég fæ hjón í heimsókn á morgun laugardag og allt klárt fyrir það svo nú er bara að dunda sér en fyrst er það búðarráp, matarinnkaupin og sjónvarpsgláp í kvöld.
Ef lífið væri betra þá væri ég engill .....
G-Óða helgi
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Athugasemdir
Þessi mynd fyllir hjartað af litum og gleði. Maður fer ósjálfrátt að brosa.
En þar sem helgin er víst liðin þá segi ég bara "góða viku darling"
Christine Einarsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:18
Og aftur komin helgi! Búin að þrífa aftur á ég von á.... G-óða helgi enn á ný!!!!
Elín Björk, 13.3.2010 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.