9.3.2010 | 08:42
Í blóma og bæn ...
Þegar hjartað er fleytifullt af þakklæti og kærleik er ekkert betra en að koma sér á fætur og takast á við daginn.
Í glugganum situr krummi, yndislega fallegur, handbragð Atla trégaurs ( www.tregaur.tk ) Snilldar gluggaskraut! Birtan teygir sig inn og kaffibollinn hlýjar konunni sem er klædd og rólfær.
Konan hefur verið að föndra og dunda sér ásamt nokkrum léttum og skemmtilegum verkefnum .... Ég hef alltaf haft bænirnar í huga og langað til að vinna með þær og datt niður á skemmtilegt konsept þökk sé englum á himnum :-)
Eftirprentun á gæðapappír
Æðruleysisbæn
Eftirprentun á gæðapappír
Sitji Guðs englar
Eftirprentun á gæðapappír
Vertu Guð faðir
Þessar myndir ásamt hjónabæninni eru allar að stærð 12 x 12 í Ikea ramma 23 x 23 og kosta 10.000 íslenskar ríkiskrónur ....
Svo er það blessuð hamingjan sem sleikir hárið aftur í golunni, það hefur kólnað í Paradís, rigning og grámi sem vonandi víkur fljótlega fyrir geislandi sól og þeirri sælu er henni fylgir.
Er að horfa á þátt um apa í sjónvarpinu, þvílíkt ljót krútt þessi apastofn hehe
Knús í daginn þinn
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hey! Ég kann að syngja Vertu Guð faðir..... meira að segja raddað ;)
Knús í þitt
Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2010 kl. 16:51
Mikið ofboðslega náði fyrsta myndin til mín. Fallegt í meira lagi
Christine Einarsson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 16:56
<3
Sporðdrekinn, 11.3.2010 kl. 05:12
knús í hús.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2010 kl. 12:39
Sitji Guðs englar heillar mig mest.... Baldursbrár eru bara flottar :) Frábært concept hjá þér sæta skvís!
Ég sit hér alein frammi á laugardagsmorgni, allir eru í fastasvefni, er að spá í að mála, byrjaði á nýrri í gær, ekki varð nú fráhvarfið vegna baksins lengra ;)
Knús á þig englastelpa!
Elín Björk, 13.3.2010 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.