Ást í rauðu glasi ....

Alveg er nú veðrið orðið yndislegt við strendur Miðjarðarhafsins og verður það fram á miðvikudag.  Þá á víst að rigna.

Páskarnir á næsta leyti og mömmumús setti egg i póst svo það verður glaðningur hér í ár!  Væri nú gaman að gera páskaskraut, eitthvað smart og gult!  Gult og gyllt, já líklega verður það þannig!  Gullið er svo fallegt og kallt en samt svo hlýtt Heart

Mig langar að hekla eða prjóna litla hluti og þæfa þá í ákv. tilgangi, búa til eitthvað sniðugt!  Já, aldrei að vita nema ég finni ró og geri tjékklista yfir allt sem mig langar að gera.  Finna út hvað mér líkar að gera og æfa mig í því.  Æfingin skapar meistarann og það býr meistari í hverri sál.

Rauðvínskonan 

Rauðvínskonan

Hún er kát, sæl og falleg

hugsar um ástina

ljóð og línur

er fæðast

Ást í rauðu glasi .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert uppfull af fallegum myndum sem berjast við að komast á strigann/flísina/pappírinn.

Haltu áfram að skapa fallega kona.

Skál í rauðu eða hvítu bráðlega.

Rósa (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt

Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 07:18

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamlegt   hér er hvastt og 4 stiga hiti.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 11:10

4 identicon

Miðað við allt það fallega sem frá þér kemur, þá hlakka ég bara til hvað kæmi út úr prjóni eða hekli. Þú ert yndisleg innan sem utan.

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband