29.3.2010 | 22:13
Gaman og gleðin ...
... í gleðinni vex hið gamansama er ræsir vellíðan kroppsins. Þegar sólin lætur sjá sig þá er eins og gleðin taki völdin og fólk almennt taki kipp, svona lífskipp
Málverkasýningin mín á Café Sofá í litla afslappaða bænum Algorfa hófst síðastl. laugardag og mætti blandaður hópur af íslendingum, bretum og spánverjum. Gaman af því
Myndirnar; Amor Indigo, Ámame og Amada eru allar unar á hrástriga og stærðin er 50 x 50.
Gaman að takast á við ólíkt efni og þreyfa sig áfram. Á sýningunni eru einnig 8 þakflísar í kaffiþema.
2 af þakflísunum sem eru málaðar á rustico efni og heita Sparikaffi og kjaftakerlur .... Kaffi er gott og gaman að renna því niður í ljúfum félagsskap.
Ég mæli með því að ef þið eigið leið um Algorfa, Costa Blanca á Suður Spáni að kíkja á flottasta kaffihúsið og fá ykkur drykk, snarl eða kíkja á verkin. Staðsetning C./la Libertad n°20 gegnt Ritmo disko pub.
Í gleðinni fæðast hugmyndir sem gaman er að njóta
Viva la vita
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hasta la pasta
Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2010 kl. 09:01
Hrönn alltaf jafn skemmtileg flottar flísar. Gleðilega páska fagra kona
Ásdís Sigurðardóttir, 30.3.2010 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.