18.1.2007 | 11:04
Eldabuskan og Siló
Mátti til að skrifa um litlu túttuna mína.
Hér er Síló "Sílóníus Árni" og húsmóðirin í Vesturbænum.

Vatnslitir á pappír A4
Sió er farinn til himna, hann var rauðhærður og afskaplega skemmtilegur köttur. Samband kattar og konu einstaklega fallegt og náið. Við skildum hvort annað, töluðum saman og fórum saman í bíltúra, innkaupaleiðangra á veitingastaði og hingað og þangað.
Það besta var að fá að taka þátt í eldamennskunni, hann malaði eins og traktor og sleikti útum! Hann vissi nákvæmlega hvenær sporðurinn var tilbúinn og lét vita þegar honum fanst nóg komið! Svo, smjattaði hann á sporðinum rjúkandi heitum.
Skemmtilegur Kisi sem kom fram á miðilsfundi til að minna á sig. Siló lifir með mér og ég vonandi með honum.
Ævintýri Siló halda áfram ........
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Vá, hvað Síló hefur æðislegur! Vona að ég kynnist honum í fyllingu tímans!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.1.2007 kl. 13:35
kvittó frá
Ólafur fannberg, 18.1.2007 kl. 14:17
Já, hann lifir sko, og fyrir okkur sem minna sjáum, þá er hann á myndunum þínum :)
Knús til þín Zórdísin mín!
Elín Björk, 19.1.2007 kl. 00:05
ok ég á sem sagt myndir af Síló?? vissi það ekki

Solla Guðjóns, 19.1.2007 kl. 02:14
Solla Guðjóns, 19.1.2007 kl. 08:17
kvitt
Margrét M, 19.1.2007 kl. 11:56
Hann hefur verið skemmtilegur kisi hann Síló.
En það er alltaf gaman þegar dýrinn sem við höfum þurft að kveðja láta vita af sér, það er einmitt ein kisa sem ég átti og hundur sem hafa látið vita af sér á svona fundum og síðan finnur maður fyrir þeim annað slagið og yfirleitt get ég sagt til um hver sé á ferð. Bara gaman af þessu.
Vatnsberi Margrét, 19.1.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.