19.1.2007 | 16:40
Á tangabrók með loðfeld í poka
Dýravinafélagið getur sko ekki kært mig þótt ég gangi um með loðfeld í poka, sem er LIFANDI. Já, það er nú saga að segja frá því þegar hörkuskvísan hún ég snaraði sér úr trunt trunt Trabant á tanganu nánast einu fata inn í ónefnda Verslun á Íslandi.
Síló hafði hnoðað sig í plastpokann minn en þetta var á tímabili plastpokans, í stað fallegra hliðartaskna eða veskja þótti bara í lagi að ganga um með fyrrgreint plastefni. Litla túttan mín þótti innkaupaferðir mjög skemmtilegar og í einni af þessum ferðum okkar þá kom heldri frú upp að mér og brá heldur í brún þegar Síló skaut upp hausnum og ætlaði að næla sér í sporð. "Guð minn góður, ertu með kött" He he he, nei ég heiti Zórdís og þakka komplimentið, Guð situr ennþá þarna á efri hæðinni og hefur passað upp á að þú rannst ekki í gellunni sem datt í gólfið. En, í alvöru hún hélt ég væri að kvelja kisa þar sem kettir þola ekki að vera í plastpoka. Önnur var nú raunin hjá mektarkisunni og elskaði Síló alla hluti sem voru á "I don´t like" listanum.

Án gríns þá er ég bara nokkuð sæl og sátt í dag .... bóndadagurinn sem er ekki sá sami í Spánarlandinu heldur er hann haldinn hátíðlegur á degi San Jose "holdlegur faðir Jesúbarnsins". Mér datt ein snilldarhugmynd í hug og hún er að telja Fjallinu mínu trú um að hann sé kona og að ég sé maðurinn. Fái þar með nudd, grænmetisböku og CAVA.
Já nú er full langt gengið og má ég bara skammast mín! Þetta er hans dagur og eitthvað verður nú að dekra við risaeðluna. Ætla að segja JÁ við öllu og svo segi ég bara AMEN ef ílla vill til!
Óða helgi elskurnar
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Pokakerling og í þokkabót með kött í pokanum
Zórdísin er engum lík
Lísa (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 00:07
Solla Guðjóns, 20.1.2007 kl. 11:54
Dekraðu við karlinn þinn og þá áttu líka kröfu á dekri næstu 364 daga :)
Ein kona á Akranesi gengur undir nafninu Sigga plastpoki (nafni breytt en viðurnefni ekki). Eftir það reyni ég að troða sem mestu í handtöskuna mína, vil ekki missa kúlið á Skaganum. En ég var að spyrja vinkonu mína hvað hefði orðið um gamla æskufélaga þegar hún taldi upp Siggu plastpoka!
Hugsa reyndar að ég sé komin með viðurnefnið þrír treflar ... í frosthörkunum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.1.2007 kl. 12:46
*pizt* CSI drekinn er vaknaður
Lisa (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 19:56
góða helgi
Ólafur fannberg, 20.1.2007 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.