11.5.2010 | 13:41
Abraka ....
Sólin er farin að skína og sendir geisla sína í leynilegar C vítamínferðir er skella á hvítu hörundi. Tími sólarvarnar er líklegast kominn, sú gula er iðin í dag, sprelllifandi og heit.
Ég vaknaði þreytt, svo þreytt svo óskaplega þreytt. Líklegast er ég bara að ná upp svefnleysi síðustu viku. Ekkert hefur verið gefið eftir í ræktinni og matarÆÐIÐ er komið á hærra og hollara plan. Máttleysið er kanski meira þar sem sykurneysla er minni. Allt að gerast og allt í einu, ræktin er orðin ómissandi þáttur í daglegu lífi sem er gott.
Góð stemming fyrir ís í dag
Já, sumarið er komið þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti sé ekki fyrr en eftir miðjan júní mánuð. Nú er tími fyrir ís í brauðformi, fara að gefa bra bra brauð og spóka sig og horfa á mannlífið.
Svo er litli unginn minn að fara að fermast e. 20 daga og allt tilbúið fyrir þann gjörning! Flott föt og veislusalur ásamt gestum i orden. Allt eins og það á að vera! Litla örverpið mitt
Nú er tíminn til að gera eitthvað dásamlegt, spurningin er bara, HVAÐ?
Lífið er gott "No matter what" Eigið yndislega daga í dag sem aðra daga smá galdur gerir bara gott betra! Akabra dabra hviss bang og hamingjan leikur við okkur öll sem eitt ......
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Lífið er yndislegt og smá galdraprik handan við hvert horn sem gerir það svo litríkt og spennandi
Það var yndislegt að hitta þig stúfulína mín eins og alltaf.
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2010 kl. 21:19
....dabra!!!!
Litla örverpið vá! Tæm flæs! Sá held ég verði flottur í átfittiinu Þú manst að senda myndir!
Knús inn í nóttina darlingið mitt
Elín Björk (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 00:09
Kærleikssending yfir hafið
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2010 kl. 11:57
Yndislega pósitívur pistill ! Gaman að lesa hann ! Hafðu það gott :)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.5.2010 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.