Silkiþráður ...

....  ég náði að klára silkikjólinn sem ég prjónaði úr fallega snjóhvíta og dúnmjúka skýjinu sem ég klófesti í einni draumaferðinni.  Ég gleðst svo óendanlega mikið að amma geti klæðst flíkinni enda var hún sérsniðin á elskuna er kvaddi þennan heim þann 20.Apríl síðastliðinn. 

Ísland tók vel á móti mér þrátt fyrir nokkur óþægindi er Eyjafjallajökull skapaði farþegum háloftanna en það er ekkert miðað við það sem íbúar landsins hafa mátt þola.  Það var gott að hitta fólkið mitt og við kvöddum ömmu í hinsta sinn.  Hún er nú komin á betri stað og hlakka ég til að hitta hana á ný þegar tíminn er réttur.

Biðukolla

Biðukolla, olía á hrástirga 100 x 50

Biðukollan er mér sérstök því hún er tákn frelsis og frjóvgunar, hún er blómið mitt, ég get setið í háu grasinu, horfið aftur í tímann, óskað mér og lesið í skýjin.  Í skýjin þar sem þú ert núna.

Ég held í silkiþráðinn því hann bindur okkur saman um heila eilífð, alveg þangað til við eigum næsta fund.  Ég er strengjarbrúða lífsins, mitt líf leikur í höndum á þeirri gæfu er ég þigg og tek.

HeartHamingjan er það litla er snertir okkur og færir bros á vör Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband