Atvinnutilboð :-)

.....  mín beið atvinnutilboð í morgun Smile

 Ég skoðaði þetta tilboð og sá að launakrafa mín hafði verið virt, ákvað að lesa lengra.

Duglega sölukonu með launagrunn frá 360 þús kúlum með möguleika að hækka í tæpar 500 þús kúlur.  Ok ég var svo sem geim í það og las því lengra og sá að þrátt fyrir mikinn dug og mikinn vilja þá gæti ég tæplega fengið starfið.  Ekki það að svo margir væru búnir að skrá sig heldur var hæð mín og umfang að spilla fyrir.

Ég þyrfti eiginlega að vera eins og Heidi Klum til að fá starfið.  Óneitanlega er Heidi falleg en ég gæti ekki í þúsund ár orðið jafn stór og hún, gæti alveg borðað mig í stærð 36.  Fyrir utan að starfið var ekki "mæ köpp off tí"  Erlendur Tóbaksframleiðandi að koma vöru á markað "Nósörrý"  ......

Þannig að ég held áfram að hinkra eftir góðum tilboðum er henta minni fatastærð og hæð Wizard  Ég vaknaði óvenju há til hnésins í morgun og afskaplega þótti ég falleg er ég leit í spegilinn.  Morgunstund gefur nefnilega "gull í mund" .

Að gefa "Gull í mund" = A quien madruga Dios le ayuda.  Það er nefnilega það!  Spænska þýðingin á Morgunstund gefur gull í mund er frábær, Sá er fer snemma á fætur nýtur aðstoðar himnaherrans.

 gróu sögur 

Gróu Sögur akríll á striga 60 x 80

í einkaeign

Ég er tæpleg góð á fæti í 7 cm háum hælum þrátt fyrir að ég tæki af mér nokkrar fatastærðir.  Þarf að huxa þetta aðeins ef álíka störf kæmu á borð.  Væri alveg til í að promótora eitthvað annað en tóbak.  Hélt að það væri löngu "out" að vilja reykja ???  

 Njótið lífsins það ætla ég að gera InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sá sem fer snemma á fætur nýtur aðstoðar himnaherrans......... Skemmtilegt

Það vill enginn hafa þig í stærð 36 - þú ert svo assgoti góð í þeirri stærð sem þú ert. Lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 15.5.2010 kl. 07:33

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús frá Selfossi, hér er fallegt í dag og 11 stiga hiti, er á leiðinni út.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2010 kl. 11:47

3 identicon

Já, væntanlega erfitt að vinna við að selja eitthvað sem maður hefur enga trú á, hvað þá ef maður er mótfallinn vörunni!!!
Knús á þig engill

Elín Björk (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband