23.5.2010 | 09:16
Ljósið í lífinu ...
... þegar ljósið gælir við okkur líður okkur vel samt má það ekki vera of skært eða bjart. Strengur jafnvægis er svo mikilvægur í öllum þessum lífsdansi. Vera megnugur að elska af hreinu hjarta og gefa okkur sjálfum sem öðrum tækifæri. Það er dásamlega jarðlegt að dúsa og krúsa í þessum líkama, vitandi að sálin er svo miklu betra vön. Svona er þetta bara og ætli það sé ekki bara best að njóta lífsins eins og það kemur fyrir, virða líkaman svo sálin njóti verunnar á jörðinni.
Í gamla daga, samt ekki svo gamla daga því það eru bara 13 ár síðan ég málaði mynd sem ég endurheimti í þessum mánuði. Árið ´97 setti ég olíu á striga og er sú mynd bara fyndin og þykir mér ótrúlega vænt um þá mynd ...
Kona og fíll, Olía á striga
Svo flutti konan úr landi og hitti þar lífsförunaut sinn. Síðan þá hefur konan verið þar en ekki hér. Er samt sem áður hér sem gæti allt eins verið þar! Lífið í sinni sjúku hnotskurn sem samt er svo heil og hrein. Já, margslungið samt einfalt .....
Hvítasunnuhelgi þessa helgina, hátíð í bæ, kirkjusókn fermingardrengsins, málun, morgunmatur og kona enn á náttfötum. Eitthvað þarf að gera í því eða hvað? Alveg spurning hvað kona gerir en dagurinn er þinn og hennar. Við eigum hann saman, heppinn er sá dagur er fangar okkur saman
Gleði og ljós í daginn þinn
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 24.5.2010 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.