28.5.2010 | 07:25
A z u l ...
Liturinn blár hefur sína merkingu, er mörgum uppáhalds á meðan aðrir veigra sér við að eiga bláa sófa eins og ein kona sem ég kannast við. Blár er merki um traust og jafnan hefur sá litur ákv. virðingarblæ enda notaður í fatnað þar sem virðingar og ró er krafist. Bláklædd og vel til höfð kona er eitthvað til að gæla við. ( orðið gæla við á við hugann minn en ekki ..... )
Blár er merki um hógværð, trú og lítillæti svo eitthvað sé nefnt! Blár er liturinn til að róa hugann og svo er hafið blátt! Hafið sem er svo ljómandi fallegt og vinalegt nema kanski þegar Ægir tekur völdin og ýfir upp í undirheimum.
Virðulegur verðandi prins, vantar bara einn eldheitan koss.
Ástin umvafin bláum kossum frá heitum vörum
Undir niðri slær mitt bláa hjarta er bíður þín. Í bláum bjarma tekur sólríkur dagur á móti konu er hefur næg verkefnin. Einkasonurinn er að fara að fermast um helgina og mun íklæðast bláum buxum í hvítum herrajakka. Yndislega fallegur og herralegur.
Dagurinn í dag, þú og ég.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Yndislegt - godt gå um helgina
Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2010 kl. 14:54
Ójá, blár er flottur, minn uppáhalds á einn hátt (júnó) þó ekki á annan!
Veit Enrique verður flottur :)
Knús á ykkur!
Elín Björk (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 02:00
jiii en frábært! blár er einmitt minn uppáhaldslitur (ásamt grænum) :D
innilega til hamingju með litla Enrique.
koss og knús á ykkur :*
Arna G (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 04:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.