31.5.2010 | 12:21
Bleikur litur rómantíkur ...
... Svo undurfagur og mildur, dregur fram það kvenlega í árunni okkar eða kanski réttara sagt hið mjúka því margir karlmenn klæðast bleiku.
Sonur minn fór í skólann í morgun klæddur í bleikan smart stuttermabol, rosa sjarmerandi!
Er ástin brothætt ...
Það þarf að huga vel að ástinni því hún er viðkvæm og fögur.
Við hlið mér er bleikt sjal með kögri, það er fallegt að setja sjal yfir axlirnar á hlýju sumarkvöldi. Taka svo blævænginn upp úr veski og kæla sig með örum slætti úlnliðar. Margt smátt og nauðsynlegt sem kona þarf að eiga og ekki verra ef það er bleikt.
Ég er ástfangin í dag og sendi þér ljúfar sumarkveðjur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.