1.6.2010 | 10:55
B l a n c o ....
... Algjörlega tóm í höfðinu þennan daginn
Nei, nei, bara djók! Er með hausinn troðfullan af ýmsu nytsamlegu og öðru minna brúkanlegu!
Í hjarta mínu finn ég fyrir fyndni, atburðir og gleðistundir hafa kætt kvenndið út af dottlu. Sólrík nánd við umhverfið lyftir konu jafnan á hærra svið! Nú er kroppurinn orðin stutthærð og ég er ekki að plata þegar ég fullyrði að ég olli nánast umferðarslysi þegar ég fór í sparikjólinn og háu Dutti hælana mína.
Svaka skutla sem kona er orðin
(ekki að það breyti því innra)
(eða)
DJÓK
Dásemdarkryddbrauð var tekið úr ofninum í morgun, ekkert betra en ilmurinn af kryddbrauði. Þar sem ég á bara 1 form nota ég það fyrir allan bakstur (er svo nægjusöm). Þetta er ýkt bleikt hringlaga form, endalaus hamingja, hring eftir hring eftir hring. Hálfgert svona hringanórakryddbrauð!
Fermingarbörn frá San Miguel de Salinas
sonur minn er lengst til hægri með blátt bindi.
(sætastur)
Svona er nú lífið gott
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með unga manninn þinn
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2010 kl. 15:27
sætastur ;)
Arna G (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 20:35
Langflottastur
Hrönn Sigurðardóttir, 2.6.2010 kl. 17:36
Litagleðin allsráðandi!
Knús á þig sæta og takk fyrir stutta spjallið í dag :)
Elín Björk (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 23:37
Til hamingju með fermingardrenginn Skemmtilegur þessi hvíti klæðnaður, eins og lítil brúðhjón
Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.6.2010 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.