22.1.2007 | 14:39
Cold Play vs Zordis
Segi nú bara svona! Cold Play er nokkuð flott sveit og ég þarf að læra textann svo ég geti raulað með. Næst þegar ég tek til hendinni og fer í mína ósjálfráðu íhugun, setja Sveitina í botn og syngja á kústskaftinu!!! Ég hafði í huga þegar ég vaknaði í morgun að ég ætlaði að einbeita mér að því fallega. Eftir megni vera kurteis og góð við alla. Lísan mín hún vakti mig til umhugsunar og ég ákvað að tileinka mér hennar skrif. Hnuppla ágætinu og upplifa meiriháttar mánudag.
Þegar FerðaFjallið mitt kvaddi mig með kossi í morgun, setti ég Boney M í botn ( já frekar lasin sko) og ákvað að taka nokkur spor í stofunni, alein og Daddý Cool tók lagið með mér. Tilgangur svo snemmdags var að vekja allar hamingjufrumurnar, ég sór þess heit að vera vinsamleg við alla, hins vegar hefur allt sín takmörk og mun ég eftir fremsta megni reyna að standa mig.
Einn dagur í einu segi ég eins og hinir kjúllarnir og baða mig appelsínugulum orkulit! Veitir ekki af að styrkja sjálfan sig í þeirri ofraun sem kærleikur og gómennska heimtar. Ég er góð, ég er sæl og ég er ánægð með þennan spennandi dag, enn sem komið er.
Cold Play eru bara góðir og ég held að best sé að fara ekki í keppni við þá! Ég einbeiti mér að einhverju öðru en söng þótt ég rauli með í sturtu eða við tiltekt er svo allt önnur ella.
Hafa gaman af þessu
Spila með
Sigra
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Athugasemdir
Oohhh happy days
Cold Play eru flottir og ég frétti af frægri söngkonu sem gæti sungið með
Knúsettí smús yfir þökin
Elín Björk, 22.1.2007 kl. 17:50
Já,það getur verið erfitt að standa sig, en sakar ekki að reyna.
Lisa (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 19:05
Hvernig tókst þér svo? -að vera indæl og yndisleg í dag.
Lisa (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 22:13
Hæ þið indælu.......þið þurfið nú ekkert að reyna mikið sko
Solla Guðjóns, 22.1.2007 kl. 22:32
Frábært hversu lífgleði og hlýja geislar alltaf í gegn o g alltaf fæ ég yl þegar é kíki við
Vatnsberi Margrét, 23.1.2007 kl. 10:32
Cold play....fíla þá.... indælis kveðja til þín
Margrét M, 23.1.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.