Hversdags Föstudagur ...

.... Elska hversdaginn því hann er okkar og allra.  Alla daga vikunnar lifum við hversdagslífi en um helgar umbreytumst við og lifum lífi sem er ekki svo hversdags heldur svona spari.

Um þessa fallegu helgi ætla ég að vera sparileg, ná úr mér hóstanum, höfuðverknum og hreinsa á mér lungun.  Það er í raun svona hversdagsverk að taka af sér svona ónot en ég viðurkenni að þar sem ég er komin í sparifötin þá líður mér betur.

Páskar 

Spariblóm

Ég átti leið, var erindreki fólks og að sjálfsögðu brá ég mér í fatnað Hjálpræðishersins og dreifði Ópinu í gríð og erg.  Fór í þægilega skó því spariskórnir meiddu mig.  Held að ég sé með höfuðverk í fótunum, hvernig svo sem það er hægt!  Verð pottétt spari á morgun.

Ég er alveg á því að lífið er burt séð frá hversdagsleikanum gríðarlega spari ef við bara kjósum að hafa það þannig.  Ég þarf að sýsla ýmislegt og er komin með hlutverk í öðru landi, þ.e. öðru en mínu heimalandi kæri, kæri vin. 

Já,  ýmislegt að hugsa, sýsla og sinna.  Ef ég bara gæti límt hug minn í orð, sýnt ykkur litina sem þar flögra með ljóðunum er óma í sálinni.  Ef ég bara gæti samið við sjálfið og sett þetta á blað eða hvítann strigann.

Litir er gleðja 

Ég elska litina og ljósið.

ég elska líka rökkur og skuggana.

Ég elska þig og mig,

okkur bæði því við erum tilsamans æði.

Að elska líf í lífi,

vera saman um ókomin ár.

...

G-Óða helgi .... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt blogg.

You have a way with words hun.

Rósa (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 09:04

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hafðu ljúfa helgi elskan, vonandi er heilsan góð

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.6.2010 kl. 18:08

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Vonandi nær þú úr þér hóstanum sem fyrst. Góða helgi ljúfan.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.6.2010 kl. 20:08

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 13.6.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband