Þegar ég .....

...  hljómar eins og eitthvað sem ég get aldrei snert, eitthvað sem aldrei gerist eða eitthvað sem er alveg að gerast en nútiðin nær ekki að snerta  ...  Hvað finst þér?

Í raunheimi sjálfsins býr bara núið, ég hef gert, unnið etc.  Ég er og staðreynd aðgerðar.  Ég er kona sem elska lífið, á yndislegan mann og falleg börn.  Við búum í sólríku landi, eigum fallegt heimili og höfum yfirdrifið nóg af öllu.

Ást, kærleikur og gnægð af lífsnauðsynjum!

Lífið er skemmtilegur leikur sem við tökum þátt í.  Við göngum í gegn um mistilfinningarík stig lífsins og höfum öll feng af þakklæti, sigrum, sorgum og álíka púðri í farteskinu ....

Eitt sinn ákvað ég að prófa vísindahugsun mína og staðhæfði hugsun og það dásamlega við hugsunina að hún varð mín enda raunfærð í nýtt hlutverk tímans.  

Tíminn er okkar verkfæri og við getum svolítið stjórnað honum með hugsunum.  Ég ætla að halda áfram að gera tilraunir með hugann og sé fyrir mér nú þegar góða stund sem ég á með þér.  Eitthvað sem við erum kanski búnar / búin að hugsa til samans.

Þegar ég verð stór er orðatiltæki sem alveg má nota því ég er stór í hugsun og orðum en stór í aldri er eitthvað sem ég seint er og verð.  

Fregn

 

 

Fregn, akrýlmynd á striga 20 x 20

Sniðugt með þessa mynd er að litli fuglinn hvíslaði í eyrað á mér.  Hann sagði mér sögu og af hverju hann elskaði að heima hjá mannfólkinu sem samt var horfið á braut.

Ég verð að gera mitt besta til þess að halda í þessa fallegu fulltrúa lífsins, Maríuerlur eru bara fallegar og mín tjáning er eins og sést til hliðar.

Ef það er eitthvað sem talar til hjartans þá er það Maríuerlan.

Þegar ég sá Maríuerluna þá taldi ég mér trú um endalokin.

Þegar ég sé maríuerluna þá er það boðskapur hins hlýja og góða.  Ég sé 100 Maríuerlur sem allar brosa og segja mér sögur.

Svona er lífið bara yndislegt!  Hvorki meira né minna .....  Lovjú darling !! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 gleðilega þjóðhátíð

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hugsa okkur tvær saman í haust með góðan dreitil í bolla og læt mig hlakka óstjórnlega til

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2010 kl. 14:00

3 Smámynd: G Antonia

þú ert frábær penni... þegar ég; kem aftur í sólríka landið þitt þá langar mig að við fáum okkur vino tinto og eigum notalegan tíma í spjalli og að kynnast nánar.

Tíminn er NÚIÐ og við VERÐUM að kunna að njóta - þyggja - lifa og vera TIL! Hlakka til að vera í sambandi fljótlega .. þangað til ; hasta luego amiga :** mucho besos !!!!!!

G Antonia, 17.6.2010 kl. 21:29

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Líst vel á þig!

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.6.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband