20.6.2010 | 10:57
Mig langar að vera smiður ...
.... Að langa er allt sem þarf!
Mig langar að vera smiður, ég er smiður, minn eigin gæfusmiður.
Í gæfunni býr mild og hlý kona sem af alúð sinni keppist við að skapa þægilegt umhverfi, að lifa í skemmtilegum leik lífsins.
Í sumrinu vaknar þráin, þessi útþrá sem skapar og hannar og græjar og smíðar okkar einu einlægu gæfu. Það má því segja að hver er sinnar gæfu smiður. Ég stend og fell með minni gæfu
Að láta sér annt um aðra hvort sem viðkomandi tengist okkur böndum eða er samferðarmaður er gefur bros í daginn. Er ekki hamingjan svolítið þannig að við erum óeigingjörn á gjörðir okkar, við erum tilbúin að deila og samfagna þegar þannig ber undir. Ætli hamingjan sé ekki ákveðin lífsstíll þar sem örlætið er tilbúið að taka á móti degi.
Í hamingjunni sjáum við nýslegna fegurð og náum að taka fegurðina fram og blása hana lífi. Við tengjum hana hjartastöðinni og hjartað dælir blóði í hverja frumu líkamans, í hvert líf og laut sálarinnar sem sannarlega stígur og styður mannshjartað. Í hverju andartaki má finna fegurð og njóta bliksins ef við bara kjósum að gera svo.
Ég hef trú og ég hef traust, ég tek á hversdagsleikanum með fallegan lítinn spegill í handtöskunni minni. Ég set stút á varirnar og fegra ásjónu mína. Allt hið fagra endurspeglar líðan og leik.
Ástarilmur
Í loftinu glennir sólin sig, svo hlý og notaleg. Sólin glæðir minn dag, gæfudagur á sunnudegi.
Ég er smiður í dag ekki bara vegna þess að mig langar það í örlátum lífsins skemmtilega leik, njótum þess með bros á vör
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gæfusmiður
Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.6.2010 kl. 18:54
Knock, knock who is there?? you my darling
Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2010 kl. 16:04
Every one is an artist,no matter what you are.
aaa handbag (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.