Smásögur ...

Sunnudagurinn er mættur alsprækur og gulllitaður af bjartri sól.  Það er heitt og sumarið leikur sér.  Framundan er dagur í faðmi fjölskyldunnar, við höldum í sveitina til að vera með tengdafólkinu.

Fjallið stundar störf og sagðist ætla að læða sér í áhorf á nefndu breiðtjaldi til að fylgjast með Formulunni.  Jebb, hann vill sjá hvernig fer í Valencíu og styður sinn mann, Alonso!! 

Lífið er óvenjugott og það er einhver tilhlökkun er ólgar í hjartanu.  Ég held að það sé þessi hversdagstilhlökkun þegar kona tekur á móti degi og hnoðar úr honum fallega mynd.

Í haust ætlum við vinkonurnar, Elín, Katrín Snæhólm, Katrín Níels, Guðný Svava Strandberg og undirrituð að halda samsýningu á myndverkum og hugsanlega einhv. gjörning í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR.  Það er tilhlökkun og konan að íhuga efni.  Er með 2 stórar myndir í takinu sem munu njóta sín InLove 

Stelpukvöld 

Stelpukvöld þakflís rustico 40 x 20 

Þær kíktu á lífið saman tvær og skáluðu fyrir vinskapnum. Það var margt um manninn og gleði eins og alltaf þegar stelpurnar komu saman.  (Smásögur á þakflís)  ......

Líklegast verð ég með smásögurnar og er sagan skráð á bakhlið flísanna ....

Lífið er eins gott og hægt er þegar von og birta lýsa veginn.  Kærleikurinn tekur völdin og ég óska þér gleði og gæfu á þessum fallega sunnudegi sælunnar ...........

Wizard 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það verður nú gaman hjá okkur, alveg endalaust gaman! Flottar smásögurnar þínar sætan mín  -hlakka til að sjá þær "læf"

Elín Björk (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband