23.1.2007 | 20:24
Annasamur dagur og lítill brennuvargur
Sjaldan fellur eplið langt frá eikarstofninum. Ofur rómantísk móðir sem elskar kerti og kertaljós. Þó ekki í augnhæð því það getur ýtt undir ringulreið milli augna og heilabús. Flökurleiki myndast og korktappinn enn í rauðvínsflöskunni. Sonur minn er að læra heima og mútar mér, hann vill fá að kveikja á einu kerti eftir smá lesningu! Veikburða móðirin lætur eftir en hann er 6 ára og allt sem heitir eldfæri eru ekki til taks á þessu heimili. "kanski hann verði sætur slökkviliðsmaður"
En, dagurinn í dag er búinn að vera annasamur með einsdæmum. Grasekkjan stendur í því sem allir hinir einstæðu foreldrarnir gera dags daglega og þakka ég mínum sæla að eiga jafn góðan karl og raun ber vitni.
Ekki er laust við þreytu í kroppnum þar sem tilraunarstarfsemi í innri heilun átti sér stað og var ég að ráðast á uppsafnaða þreytu og vöðvabólgur hér og þar. Ég finn fyrir þessu öllu en eitthvað hlítur mér að hafa vegnað og ég er ákveðin að endurtaka leikinn í kvöld. Set fiðluleik Sigrunar á cd tækið og losa hugann og ætla að flæða smá.
Stórkostlegt hvað lífið bíður upp á margt!, gott eða slæmt er annað mál og alltaf höfum við valið. Ég vona að tilfinningin mín sé ekki rétt varðandi doldið eins og Ollasak segir svo oft en má vera að ég sé þreytt og særð eins og lítið páskalamb. Mehhhhhh
Það eru allir að læra heima og það veit sá sem allt veit að það er tilhlökkun að fá að vera aleinn. Í gærkvöldi átti ég mína prívat stund kl 03.30 og las þá um hjartað og sofnaði sæl í sinni.
Ég ætlaði að klára málningarverkefnið mitt en hefði sennilega ekki sofnað ef ég hefði byrjað. Kanski fæ ég tækifæri að klára fyrirhugað páskaverkefni og koma því frá mér. Hver veit?
Kanski að karlinn minn láti heyra í sér ... sakna hans Ég sagði við starfsfélaga minn þegar hún frétti af því að hann væri á ferðalagi að hann ætti nú orðið viðhald í Portugal því kvenfólk þaðan væri almennt loðnara á leggjum! Spurning hvort hún fari á veiðar þangað
Nóg komið af rausi um allt og ekkert! Dásamleg kertastund framundan, smá málun og góð tónlist!

Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Athugasemdir
hehe rafrænt innlitskvittun.....kveðja frá neðansjávargeimverunni.....
Ólafur fannberg, 23.1.2007 kl. 20:47
Væri alveg til í einn svona sem gerir allt
hehehe
Á að mála í kvöld? Ég er búin að taka mér lúr í sófanum og er barasta þreyttari fyrir vikið, kannski maður skríði inn með börnum?
*Knús til þín grasekkjan mín*
Elín Björk, 23.1.2007 kl. 20:50
er maður ekki á réttri plánetu
afhverju er ég að pína mig í hverjum mánuði að vaxa á mér lappirnar
Solla Guðjóns, 24.1.2007 kl. 00:15
Vona að frúin hafi fengið sýnar óskir :) Njóttu dagsins í dag, knús á þig:)
Vatnsberi Margrét, 24.1.2007 kl. 10:46
oooo... það er svo leiðinlegt þegar maður bíður eftir að makinn komi heim ..falleg málverkin þín
Margrét M, 24.1.2007 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.