17.7.2010 | 21:56
Að týna hugsun ....
... vá, ég týndi hugsuninni á meðan ég beið eftir hæggengri heimatengingu á netinu.
Er hins vegar alveg viss um það að ég get leitað inn og fundið eitthvað sætt og sniðugt, spurt jafnvel hugann sem svífur í umhverfi karmans hvað mig langaði að segja.
Í dag áttum við ljúfan dag með góðu fólki. Haldið var í kastala og vorum við samtals 20 manns saman, við lögðum hlustir og þar voru allskyns hljóð, í senn álfahvísl, árfarvegur og mannanna pukur.
Rómó afdrep
Kastalinn
Mæli með viðkomu i kastalanum í San Miguel de Salinas á Spáni. Reyndar eru hér fleiri klassastaðir til að kíkja á svo sem skemmtilegur hellaveitingastaður. "Las Cuevas" .... í krúttlega bænum mínum eru nefnilega hellar og hér býr fólk í hellum. Sérlega svalt á sumrin og notalegt yfir veturtímann.
Sumir halda að það sé alltaf heitt á Spáni en það er nú ekki alveg því hér getur hitastig farið niður úr öllu valdi rétt eins og það fer upp um allt sem er boðlegt á sumrin.
Ég elska Spán og það sem landið hefur uppá að bjóða og mæli eindregið með því að fólk kíki við Miðjarðarhafið. Spánn er staðurinn
Góður dagur á enda, ungir herrar komu í næturgistingu svo það þarf að mixa kókómjólk fyrir háttinn og fara með næturbænir.
Lífið er sannarlega gott rétt fyrir svefninn.
Góða nótt kæru vinir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Býrðu í hellabænum? Jiii hvað ég hef verið að misskilja.... eða eru margir hellabæir?
Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2010 kl. 23:23
Ég sé á öllu að þú þarft að hafa með þér kort næst þegar þú stoppar í þe city!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2010 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.