Myndir orða ...

Og orð mynda!

Stundum geta orðin skapað myndir, orð skapa vissulega myndir í huga, alveg klárt mál.

Hugur þinn og hugur minn eru kanski ekki í takt en við getum líklegast sameinað huga okkar og gert úr því þokkalega mynd út frá orðum, þeim sömu!

Ananas systur 

Ananas systur

Algjörlega mynd sem ég elska enda er saga með myndinni um systur, mjög skemmtilegar systur.  Þær voru eins en andstæður áttu sömu foreldrana en þekktu þá á ólíkan máta og nutu sömu lífsgæða en á mismunandi máta.  Ég þekki þær báðar og þær hafa sama bragðið en eru svo ólíkar á sinn einlæga hátt!

Kona og fíll ...

 Fortíðin ........

Fyrir langa löngu þegar 10 litlar tær sóttu óþekkt í tásukitl þá varð myndin kona og fíll til.  Hún er eins ófullkomin og hægt er að vera en hún er í hjartanu og lifir enn með konuhjartanu.

Þessi mynd sagði sína sögu á sinn ljúfa máta.  Hun sagði fyrir og spár hafa ræst.

Kona og fíll er olíu mynd á striga, bara gaman að huga að konseptinu.  Elífðin er komin til að vera.  Kínversk talnaspeki endurspeglar framtíðina og eplið segir allt sem segja þarf!

Fjallið mitt hið eina og friðsæla markaði líf mitt áður en ég gerði mér grein !!

Lífið er gott í náttmyrkrinu.

 

Cool Marriage 

Svo kom hjónabænin

Biðukolla 

Og biðukollan

Ef það er eitthvað sem kveikir í mér þá eru það biðukollur.  Fallegustu blómin sem enginn getur gefið nema álfísk vera.  Með biðukollu í hönd þá sé ég óskir mínar uppfylltar, lífið er bara svo næs og fallegt!

Baldursbráin alltaf fallegust ... 

Baldursbrá / Margarita

Þar sem biðukollan er erfið umfangs eru þetta óskablómin ....

Í gerjun, olía á striga 30 x 30 

Raven, Hrafninn og vinur minn krumminn

Ekki neinn eins dulúðlegur og glæsilegur, elska þig elsku vinur InLove

Rætur

 Og, þegar allt kemur til alls þá eru það ræturnar sem skipta máli.

Maturinn sem við berum á borð.

Andlitin sem við setjum upp.

Fólkið sem við umgöngumst.

En fyrst og fremst hvaða persona þú vilt vera.  

Við erum komin af öðrum, lifum og njótum í skjóli þeirra vitnesku er við fengum í vöggugjöf.  Orð i orði og mynd í mynd.  Þú í ljósi eilífðar gáfna samtímans.  Það góða í lífinu er vissulega það sem býr í auga sjáandans.  Njóttu næturinnar og dagsins er fara hönd í hönd í gegn um tilveruna.

Lífið er ljúft í rökkri Miðjarðarhafs Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Myndir orða... og orð mynda" Snilld

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband