Höfuðskraut og háir hælar .....

Er einhver dagur frekar tilvalinn en dagurinn í dag til að punta sig upp?

Höllin hefur tekið á sig nýjan brag eftir snemmþrif laugardagsins.  Það er búið að vera mikið að gera og mikið um að vera alla vikuna enda styttist nú í brottför í járnfuglinum stóra.  Ferðinni er heitið yfir hafið að fyrrverandi heimkynnum.

Fyrir hafmeyjuskvísuna 

Ég set á mig háu hælana og stút á varir, tek varalit og skapa andlit mitt.  Dásamlegur laugardagur hefur gefið í.  Nú er bara að finna hárskrautið sem hæfir þokkunni.

Yndislegt Hawai hárskraut

Hárskraut í stíl við kjólinn ....  Ég hreinlega elska svona blóm sem stinga má í hárið, í barminn eða næla á fötin.  Er ekki viss hvaða lit ég á að velja en það verður bara úllen dúllen doff á litavalið!

Og bómullarkjóllinn .....

Þægilegur og fallegur bómullarkjóll frá Desigual.  Klæðilegur en umfram allt þægilegur.

Það verður gaman að raða saman, skóm, blómum og kjólum. 

í dag skín sólin glatt og allir dúlla sér í sínu horni.  Er himinlifandi að vera búin að græja heimilisþrifin, búin að ganga frá eftir matinn svo nú er það bara dúll og dúttl fram að kvöldi.

Fjallið er viðstaddur golfmót á golvelli La Finca, alltaf eitthvað að gerast í golfheiminum.  Alveg spurning að taka fram Fákinn og hjóla út í vitleysuna sem hvílir handan húsveggjanna Wizard

Kanski ég kasti mér í sófann og láti líða úr mér spennuna ef ungherrann hættir að trufla mig.  Honum þóknaðist ekki hádegismaturinn því 2 litlir sherrý tómatar skreyttu diskinn.  Hvítlaukssteikt kjúklingabringa og pastaskrúfur sem hann elskar fóru því í geymslu með tómötunum og munu bornar á hans stað við matarborðið í kvöld.  Fram að því verður hann Hr. Kvart og kvein því litli unginn minn er hungurmorða as we speak!

Stelpukvöld

 Svo er það spurningin að lyfta sér upp þegar ungarnir eru komnir í ró!

Heart Góða helgi og njótið stundarinn í lífinu Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlakka til að sjá þig sæta

Hrönn Sigurðardóttir, 1.8.2010 kl. 23:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband