7.8.2010 | 10:08
Horfðu í augu mín ....
Nýtt líf í nýju ljósi. Með brosinu þínu glæðir þú lif mitt, ég þarf ekkert meira en að vita að neistinn frá þér kveikir í hjarta mínu.
Þegar fegurðin geislar á milli okkar líður mér vel, þegar brosið þitt snertir hjarta mitt þá veit ég að við getum sigrað heimin, bara tvö, þú og ég.
Ást er, eftirprentun í hvítum ramma.
Það eru þessir hversdagslegu hlutir og þær hversdagslegu stundir sem standa uppúr og skipta máli. Þegar við snertum hjarta okkar með því að vera einlæg og sjá hvað ástin er ljúf og yndisleg. Að falla inn í sálarhjúp hvors annars og geta fundið það eina sanna er sameinar okkur.
Það er ekkert eins notalegt og að finna fyrir ástinni og geta sagt "ég elska þig" .... Ég sagði manninum mínum það um daginn, og alla daga því það er mikilvægt að hafa þessa ljúfu vellíðan í sálinni.
Að vera elskaður og geta elskað.
Lífið er gott með kærleik að leiðarljósi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
væri til í að drekka kaffibolla með þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2010 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.