11.8.2010 | 12:19
Rósóttir kaffibollar ...
... Og antikstólar.
Á meðan dóttlan semur tónlist hugar móðurhjartað að nýjum rósóttum kaffibollum sem ætla að fylgja för yfir hafið. Stefnan er tekin á sólarlandið Ísland og þá verður konukroppur að geta dreypt á góðu kaffi úr sætum bollum. Ekkert spari en fjári praktískt verð!
Blómabollar
Lífið við Iberíuskaga er ljúft og verulega heitt eða rúml. 36° í forsælu. Um að gera að vera duglegur að drekka vökva svo líkaminn þorni ekki upp og vera alltaf með eitthvað tiltaks.
Við mæðgin skruppum í erindi og það var allsvakalegt að standa í sólinni enda vældi drengurinn þangað til vælubíllinn kom. Þrátt fyrir hitann þá er lífið óskaplega ljúft
Í sveitinni bíða 2 antikstólar með eftirvæntingu að fá sína handeringu. Er yfir mig sæl með fenginn en ég sá þessa 2 stóla grátandi við hliðina á ruslagám. Í huganum var ég búin að pússa þá upp og bólstra að nýju Nýtt útlit og nýtt umhverfi mun bjóða þá velkomna innan skamms.
Alveg synd þegar fallegum munum er kastað eins og perlum fyrir svín.
Elín vinkona á afmæli í dag og fór ég gagngert til að þefa af rósum og sendi henni ilminn í huganum. Lífið er svo sannarlga gott þegar við fyllum árið og göngum inn í það nýja. Til hamingju með daginn þinn Elín mín, hlakka til að hitta þig og bjóða þér í kaffi í blómabollunum mínum.
Svo set ég mynd af stólunum mjög fljótlega.
Fyrir og eftir ....
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
kannski fáum við okkur kaffi saman á Krúsinni :)
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2010 kl. 13:34
Stelpa stelpa.... stóri dagurinn nálgast
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2010 kl. 22:00
Jiiii hvað ég hlakka til!!
Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2010 kl. 22:01
Fer að koma í kaffi til þín sæta.... pant fá kaffi í svona bolla!
Elín Björk, 19.8.2010 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.