13.8.2010 | 09:52
Góðir tímar xxx
Hjónabænin, klippimynd
Nú nálgast fríið okkar sem fer þó örlítið á annan veg heldur en við lögðum upp með þegar ráðagerð fór fram í byrjun árs. Við frestuðum því að kaupa farmiða fram á síðustu stundu. Eins gott því að Fjallið mitt kemur ekki með okkur þannig að Hlíðin mun standa vaktina ein á Frón-i.
Framundan er góður tími sem hugsanlega hefði getað verið betri en góður verður hann engu að síður.
Við erum búin að pakka í eina ferðatösku og vegur hún 19,2 kg, við erum innan yfirviktarmarkanna svo eru það hinar töskurnar sem á eftir að vikta.
Dóttlan spurði mig; mamma eru hrísgrjón ekki seld á Íslandi?
Ég svaraði; jú, jú, en ekki þessi tegund "La Fallera" alveg spes.
Dóttlan sagði ekkert, hrissti bara hausin. Eins gott að hún sá ekki linsubaunirnar og hitt stöffið sem ekki má gleyma. Alveg spurning hvar mörkin eru dregin í matarinnkaupum til ferðalaga.
Get alveg upplýst að það verður enginn dósamatur með í för enda er ég tæplega útlenskur ferðamaður sem nærist á sardínum og bláskeljum í bleikri sósu a la dósastæl.
Í handfarangur fara nokkrar þakflísar ásamt rósóttum bollum, milljón pörum af skóm svo eitthvað sé nefnt. Er sæl og sátt í sinni, mun samt sakna Fjallsins í fríinu okkar!
Íslenskir fjörusteinar
Brátt munum við handleika ykkur og njóta golunnar, regnsins og fegurðar heillar.
Lífið er sem endranær gott
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Vonast til að hitta þig yfir kaffibolla, Hrönn ætlar að láta mig vita ef verður hittingur, góða ferð heim
Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2010 kl. 13:01
Þú færð grjón í Hagkaup og Krónunni sem heita Arborio... samkvæmt google leit minni þá koma þau næst þessum spænsku paellu grjónum Verður spennó að prófa sig áfram, hehehe!
Knús á þig sæta, hlakka til að hitta þig!
Elín Björk, 19.8.2010 kl. 16:11
Innlitskvitt :)) hafðu það gott á klakanum :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.8.2010 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.