27.9.2010 | 16:15
Sumarilmur á Suðrænum slóðum
Sumarið er dásamlegt og það er hlýtt og notalegt að vera til í deginum. Ísland brosti blítt til fjölskyldunnar í heimsókn okkar en megintilgangur verunnar var málverkasýning.
Ágústhópurinn eins og við nefnum okkur " Elín Björk Guðbrandsdóttir, Katrín Níelsdóttir, Guðný Svava Strandberg og undirrituð" sýndum í annað sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og var vel mætt. Katrín Snæhólm gat ekki verið með okkur að þess sinni og var mikill söknuður að geta ekki notið fallegra verka hennar.
Köld eru kvennaráð, akrýl á striga 80 x 100 (Zordis)
Ég ákvað að sýna verk unnin á spænskar þakflísar, olíumyndir á hrástriga, akrýl á striga ásamt litlum klippimyndum með bænaívafi og eftirprentanir. Það var gaman að taka þátt í sýningunni og aldrei að vita hver næstu skref verða!
Yfirlitsmynd af opnun sýningarinnar 2010
Virkilega var gaman og gott að sjá alla þá sem sáu sér fært að mæta og skoða
Zordis, Elín og Guðný Svava fyrir framan verk Zordisar
Krækiberjalyng, ferskt og fallegt.
Við áðum við Raufarhólshelli á leiðinni af sýningunni. Myndavélin var á lofti og við mæðgin ákv. að tína ber í pastasigti er síðar voru sultuð ásamt öðrum berjum. Það var sem ég fylltist eldhúsálfinum í þessari ferð og að það hafi verið eldað og stússað í gegn um mig. Góður andi í húsinu sem við vorum í er líklega svarið við orku og dugnaði er ríkti í og yfir okkur.
Sumarið er ljúft við Miðjarðarhafið, á sunnudaginn tætti konan sig úr og naut geislanna við sundlaugarbakkann. Lífið er ljúft svo mikið er víst!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:16 | Facebook
Athugasemdir
....og það var svo gaman að hitta þig krúttið mitt
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2010 kl. 18:59
Marta B Helgadóttir, 29.9.2010 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.