5.12.2010 | 15:04
Tími til að njóta :-)
Ljúfur tími aðventunnar, kærleikans og samverunnar
Að sofa út, teygja vel úr kroppnum og setja jólalögin á geislann. Tek Björgvin og hans gesti af og set Bocelli undir og dunda mér áfram. Hjónakornin tóku sig saman og settu ísskápinn í jóladressið svo heimasætan leit í skápinn og hafði það á orði að hann væri tómur.
Ég; tómur
Hún, já það er ekkert í honum!
Ég; Hann er tandurhreinn stúlka.
Hún, ahhhhh er það, það.
Afgangsgrænmeti mallar á gashellunni og piparkökudeigið bíður eftir meðhöndlun. Það er eitthvað svo mikið kósý við rólegheitin sem líklegast eru í hjartanu. Það er þessi friður sem gerir lífið svona notalegt.
Ég vona að þú finnir það fallega í deginum, knúsir elskuna þína og njótir þess fallega sem er næst þér.
Ég ætla að senda familíuna mína í næsta bæ að knúsa tengdó en egoið ætlar að vera heima og njóta friðarins áfram.
Lífið gæti ekki verið betra, eða hvað?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hehehe, jóladressið, var einmitt að spá í hvað það merkti inni á fb..... cool! Ég var líka búin að setja okkar í dressið, nema ég kláraði ekki neðstu hlið hurðarinnar.... það hefst kannski fyrir jólin? húnós? Girnó afgangarnir hjá ykkur, grænt er gott! Hér var hakk með ýmsu útí, rifnum sætum kartöflum, papriku og hinu og þessu sem til var af grænmeti og spaghetti með.... flottur sunnudagsmatur.... þó einn hefði á orði að spaghetti væri rosa oft í matinn undanfarið!!!!!
Knús og fleiri knús
Elín Björk, 6.12.2010 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.