6.12.2010 | 15:47
Það styttist ....
Dagarnir líða einn af öðrum og líkamsklukkan tifar í takt við umheiminn og gefur okkur grá hár, húmorinn og hamingjuna. Ein hrukka fæðist hægt og rólega því ekki er ég komin á neinn hrukkualdur, ekki enn "eða hvað".
Gráu hárin er vaxa í vanga karlmannsins eru karaktereinkenni, gera hann sexý og sætann. Konan er hvorki sæt né sexý með gráu hárin og ætli hrukkurnar falli ekki í sama hatt!
Ég er hins vegar á því að við erum eins sexý og sæt og okkur líður hverju sem einu. Ég byrjaði að fá grá hár fyrir áratug síðan sem þykir líklega snemmt þar sem ég er varla búin að slíta barns-skónum enn.
Ég elska að leika mér, teikna og lita og gera allskonar föndur til að drepa tímann. Ekki það að hann líði ekki nógu fljótt
Er komin með nokkrar hugmyndir sem ég þarf að pappamassa, á borðinu liggja 5 stk rammar sem eiga að fá litlar sögur flestar af konum og þeirra kærleik. Kertið logar og glampinn endurspeglar sig í háu grænu glasi er markar frið og ró í eldhúsinu.
Aðventan var hreint dásamleg, konukroppur tók piparkökudeig og markaði burðarveggi, þök og skorstein. Hjörtu og stjörnur mörkuð með móti, ofninn á 200° og barnahendurnar á fertugu konunni létu ekki deigan síga á milli þess er hnoðað var, motað og tekið úr ofni.
Hjörtuð mótuð
Límingar
Verið að mála
Jólapiparkökuhúsið
Eins og lítið barn hafi verið að verki en það er skemmtilegheitin sem skapa stemminguna. Hver veit nema ég fái bróðir minn til að gera almennilega teikningu svo að burður í húsinu verði almennilegur Akrýl litirnir mótuðu æðar á húsveggina og þakflísar voru snyrtilega málaðar með brúnum lit.
Ég viðurkenni að Ikea piparkökurnar eru góðar og verzla ég svoleiðis fyrir jólin en það er bara svo mikil stemming að gera svona jólaföndur. Ekki satt?
Það styttist til jóla.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Brilljant! Dásamlegt að jólast svona!
Og heldur betur skemmtileg setningin, ha! Drepa tímann, hehehehe, eins og hann hverfi ekki nógu fljótt! Dásamlegt!
Knús á þig elskulegust, síjú sún!
Elín Björk, 6.12.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.