Litadýrð

Þúsundir lita leggjast saman og mynda sprengju í hjartastöðinni.  Það er eitthvað svo dásamlegt við liti.  Senn líður að því að ég haldi yfir hafið og komi í landið þar sem fólk klæðist svörtu og bara svörtu, kann óneitanlega vel við það að vera dökk klædd, setja litríka slæðu um hálsinn eða vera með nýmóðins glaðlega hliðartösku.

1. Hrafnamyndin

Í svörtu og hvítu

Skólinn nánast búinn hjá börnunum, flestar reddingar klárar.  Smá skyrp í lófana og við rúllum því sem er eftir upp og allt klárt.  Já, allt hefst þetta, á endanum rétt eins og lífið endar á sama stað.

Endar þar sem það hefst!  Njótum hins vegar stundarinnar, hún er núna!  Gríptu þína og gerðu eitthvað fallegt því það er eitt af því sem gefur lífinu gildi.

G-Óða helgi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða heimferð

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2010 kl. 14:05

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlakka til að hitta þig á landi elds og ísa. Verð svartklædd með bleikan klút

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2010 kl. 17:06

3 identicon

The Black Beauty! Hlakka til að sjá þig og knúsa

Elín Björk (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband