17.12.2010 | 13:46
Litadýrð
Þúsundir lita leggjast saman og mynda sprengju í hjartastöðinni. Það er eitthvað svo dásamlegt við liti. Senn líður að því að ég haldi yfir hafið og komi í landið þar sem fólk klæðist svörtu og bara svörtu, kann óneitanlega vel við það að vera dökk klædd, setja litríka slæðu um hálsinn eða vera með nýmóðins glaðlega hliðartösku.
Í svörtu og hvítu
Skólinn nánast búinn hjá börnunum, flestar reddingar klárar. Smá skyrp í lófana og við rúllum því sem er eftir upp og allt klárt. Já, allt hefst þetta, á endanum rétt eins og lífið endar á sama stað.
Endar þar sem það hefst! Njótum hins vegar stundarinnar, hún er núna! Gríptu þína og gerðu eitthvað fallegt því það er eitt af því sem gefur lífinu gildi.
G-Óða helgi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góða heimferð
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2010 kl. 14:05
Hlakka til að hitta þig á landi elds og ísa. Verð svartklædd með bleikan klút
Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2010 kl. 17:06
The Black Beauty! Hlakka til að sjá þig og knúsa
Elín Björk (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.