21.12.2010 | 01:12
Í nóttinni ...
... hér sit ég í nóttinni hvorki helg né hinsegin.
Stúss dagsins er á enda, svona alveg nánast! Búið að vikta í töskur og græja og gera OG uppi varð fótur og fit (manneskja og önd) yfir því að snyrtivörurnar okkar gleymdust!
Halló, hver vill eyða jólum án þess að tannbursta sig, greiða eða snyrta. Well, þekki einn 10 ára sem væri slétt sama þótt ekkert yrði af árlegu baðferðinni hans hehe Æjjj litla gullið mitt svo yndislegur eins og hann er. Vona samt að kærastan hans muni ekki þurfa að reka hann í pungbað! Ó, nei!
Allt reddý, svo ofboðslega tilbúið nema þetta með snyrtivörurnar! JÁ, og alla heimamáluðu könglana sjæse, var ekki að fatta að ég gleymdi þeim og líklega einhverju öðru sem ég man ekki núna enda er konuheilinn gjörsamlega dropppp deaddddd .... Ekkert gorgeous við það!
Ég er í jólastuði
Kæru bloggvinir, þið sem komið við. Það er orðið ansi þunnur þrettándinn í bloggheimum en hins vegar þá langar mig að bjóða þér Geðveikra jóla, því jólin eru þegar upp er staðið mesta Geðveiki ever.
Svo ætla ég bara að henda mér í svefn því á morgun reynir á kvenndið.
danskur eftirmiðdagsfrukost með tuborg og det hele!
For helvede hvor jeg elsker Danmark.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Elsku Zordís!! Gleðileg GEEEEEÐveik jól til þín!!! Ástarkveðjur frá Blönduós cityyy!!
Alva Kristínarr (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 01:22
hvursu geðveik geta þau ekki orðið úff tell me abát it . þessi á kortinu hefur tildæmis gleymt að fara í jólakjólinn eða komst hún ekki í hann ohhjá! ..en hvur þarf svosem kjól um jól eða í sól
Ha det skide godt í Köben og skål i tuborg or fadöl ...og jeg misunder dig með den danske frokost.. men nyd min veninde nyd .
Vona vi'ð sjáumst hressar og kátar......:*
góða ferð í háloftunum og farðu með bænirnar.. það er náttmyrkri or what ever.. verður þá ekki allt SVART maður! hm
jólaknús í hjartað þitt og kinn :*:*
antonia (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 02:44
Og svo ertu stökk í Köben....
...Ekki svosem alslæmt að vera stökk þar. Nema kannski á flugvellinum
Vona að þú komist í nafla alheimsins sem fyrst og náir góðum og óðum jólum
Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2010 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.