21.12.2010 | 21:55
Aðstæður ....
... Það er nefnilega þannig!
Aðstæður skapast eftir þvi hvernig við lifum þær og hvernig við bregðumst við.
Það er hljóðlátt, mörg lítil jólatré lýsa upp umhverfið og fólk er á þönum. Hlaupandi fólk frá öllum heimsins löndum. Ég sit hér með vin minn fartölvuna þar sem bestu vinir mínir búa. Þú sem dæmi!
Fagurklæddir karlmenn í "júníformum" lika konur en þær kalla ekki eins til mín. Viðskiptaverur með skjalatöskur, svona "important people" líða hjá. Barnafólk, litlir einstaklingar sem gráta, brosa og geifla sig eins og smábarna er siður.
Í þögninni sem skapast inná milli heyri ég í fótboltaspili þar sem spænskir feðgar hamast í kappi hver við annan, ég brosi! Brosi innilega því hér búa allir í eigin heimi.
Í farangrinum kennir ýmissa grasa
Þegar ég stóð heima í smá stresskasti, úllendúllaði skópörin. Nike íþróttaskór, svartir eða pæjustígvél, svört þá stóð ekki á valinu þótt konan vissi að ....... Svört leggings, hælahá stígvélin í sama lit, svört síð stuttermapeysa með rúllukragabol, svörtum undir. Já, og svo var það kápan, þessi svarta! Konan er tilbúin í Ísland, svört með fjaðrirnar úti. Kann ekki við að sleikja þær og taka flugið þar sem fluginu okkar var frestað, áhugaverð nótt framundan þar sem aðstæður vakna í hjartanu og taka flug með huga.
Ég hef alltaf elskað þessa stórborg, ein af mínum uppáhalds, án efa.
Það er stutt til jóla, ég er sátt og sæl í hjartanu. Allir legubekkir uppteknir en ég er líka upptekin í hugsunum mínum sem eru hljóðar með látum. Líklegast er best að taka upp rissblokkina og halda áfram þar sem ég skildi við.
Lítil ósmurð hjól á töskukerrum urra og hverfa í buskann ..... Hljómfögur danskan gælir við hlustir.
Náttmyrkrið er komið, nær samt ekki að snerta hvítu silkislæðuna er umlykur jörð.
God nat, kære skat.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Elskan mín, þú bloggar bara í stað þess að láta hluti eins og seinkun á flugi pirra þig...... yndislegust alltaf krúttan mín
Rósa (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:18
Alva Kristínarr (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:59
Gleðileg jól ....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 25.12.2010 kl. 10:50
Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.