7.1.2011 | 11:12
Pikkkk ....
er svo pikkföst eitthvað.
Sé fyrir mér allskonar skemmtilegt en get ekki hreyft mig. Alveg spurning hvort það hafi verið jólatrummsið sem grufflaði djúpt í sálina. Dæmigerður dagur jólanna var á þessa leið;
"Ýsusporður borinn fram um 1500, hádegismatur. Sonurinn var hæstánægður með veitingarnar. Sporðurinn settur frosinn í sjóðandi vatnið, á meðan skrallaði mamman örbylgjusoðnar kartöflur. Rauðauga. Mesta snilld ever eru örbylgjusoðin rauðaugu, 4 mín. Voila! Kjúklingasalat gærdagsins rataði í konuvömb og útrunninn hamborgari í vömb Fjallsins. Allir mettir, sáttir og svaðalega sælir um miðjuna. Þessi jól, engum lík. Úti er faðmað rökkvu, myrkrið smýgur í vit og vitleysan finnur sér samastað. Lífið er svo sannarlega heillandi þegar næturverðir fara á kreik, fuglar farnir í felur og stöku köttur ráfar við garðsnúrurnar. Í óreglunni má finna ýmislegt nostur, allt nema hreyfingu. Hversu gott er það? Bókin hvílir á eldhúsborðinu, jóladúkurinn útataður e. hádegismatinn. Alveg spurning að ræsa vélina er þvær klæðin og kúra sér vel í kósýtæm. Svona er lífið gott!"
Eftir 2ja klukkustunda bið í flugvél Express hóf járnfuglinn flugið. Sætisfélagar mínir voru þægileg eldri hjón. Ég sá margar sögur og lifandi svipbrigði þegar ég ræddi við þau. Það var mikið um Spánverja í vélinni er eytt höfðu hátíðardögum á Íslandinu góða. Gaman að því! Við áttum huggulega heimkomu í frosin hýbýlin. Konan opnaði glugga á gátt kl. 2400 til að hleypa hlýjunni inn. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég vann sumarstarf í Meitlinum og humri raðað í frystigeymslum, það þurfti að vinna sér inn hita sem skiluðu sér í launaumslagið.
Í sama húsi er Frostfiskur staðsettur í dag og langar dóttlunni afskaplega að fá sumarvinnu, verður sem verður!
Lífið er svo sannarlega rausnarlegt, gefur og tekur. Ég valdi mér sæti og nýt útsýnis, nýt ferðarinnar eins og mér einni er lagið. Það veit enginn hvenær ferðinni lýkur svo það er um að gera að njóta, elska og syngja sem fallegast. Njótum lífsins í því formi er það birtist!
Þessi settist á hönd mína í draumi.
Ljúfar kveðjur í daginn þinn.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:17 | Facebook
Athugasemdir
Falleg flísin þín, hafðu það sem best á nýju ári.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2011 kl. 12:35
Yndisfríð
Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2011 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.