Þegar vetur klæðist vori ...

Að vaxa í rétta átt, þroskast og sjá hlutina í nýju ljósi.  Fá áhuga á einföldum hlutum, njóta þess að sjá hið stórkostlega í hinu gegnsæja.  Hið gegnsæja í sálinni, sjáaldrið eina.

Hring eftir hring fer hjólið, stígum við sporin, höldum heim.  Frá hinum fyrsta andardrætti til hins síðasta.

Klippimynd

Æðruleysisbænin

Svo heldur lífshjólið áfram og þú horfir á þá gnægð er fylgir þér, þér ósjálfbjarga er komst í heiminn.  Er skapar líf í lífi og nýtur þess að bjóða góðan dag, kyssa á lítið enni eða halda í hendina á ástinni.

Í huganum teikna ég frostrósir á gluggana því það er kalt í rakanum þótt hitastigið hangi yfir núlli.  Ég prjóna heila silkisæng og breiði yfir mig og læt mig dreyma um vorið, um fuglana og orkuna sem býr í umhverfinu.  Spænskur vetur er ekki svo afleitur í samanburði við margt.  Ég læt mig dreyma Heart

Ávextir

Smá litríkt kæruleysi

Kampavín og ávextir tilheyra sumrinu.  Við látum okkur dreyma um sumarið, svalandi bragð vatnsmelónunnar í bland við gylltan vökvann.  Nálgast ströndina, heyra lífið árla morguns, vakna og bjóða sjálfinu góðan dag.

Það getur verið gott að vera kærulaus og klæðast annari árstíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert mega flottur penni og alltaf gaman að lesa þína þankaganga hvort sem það er sumar-vetur-vor eða haust!  Líst vel á "litríka kæruleysið" þitt og ákvað að dreyma um sumarið líka því þó ég sé haust - dreymi ég sumar eða hvar var ég !

knús í litríku sálina þína kærleiksríku !  hlý vetrarkveðja og faðmur

antonia (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband