1.2.2007 | 22:03
Kristalsglös og sækópar ...
Þegar hugað er að heiminum og því sem í honum býr þá endurspeglar hann þá fegurð er hjarta þitt sendir frá sér Eðlilega er lífð það sem við gerum úr því og sýnin það sem augað sér með skynjun þess óþreytandi sem hjartað er.
Það er ekkert jafn gleðilegt en að vakna endurnærður með tilhlökkun þess er koma skal. Það kemur þó fyrir að morgunstundin sé ekki eins og vonast var eftir. Dagurinn verður sem þrumuský og það rignir bara yfir höfuðmótum sjálfsins. Gerist mjög sjaldan og þá er bara að vinna í að reka fílupúkann á brott.
Stútfullur dagur er á enda, annasamur og þreytandi er fær mann til að líta á draumaheima með mikilli eftirvæntingu. Hverfa á stjörnuna sem bíður manns út í heimi og mæna á drauma og tilfinningar þeirra sem við elskum. Að ferðast í svefni milli heima og geima er dásamlegt. Sjá drauma verða að veruleika og vinna í táknum þeirra.
Mig dreymdi sólarlag sem ég hafði séð svo oft áður, það var notalegt að sjá það og allir staðnæmdust. Sækópar syntu í spegilsléttu hafinu og ég stökk út í það. Það var notalegt og mig undraði að það væri ekki kaldara. Kristalsglösin sem mér voru gefin af ömmu heitinni voru stór, vegleg og fallega útskorin .........................én þau voru tóm ........
Ég læt mig dreyma um fallegri heim, frið og hamingju Svo væri ég alveg til í DOLTIÐ ....

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Jiiiii hvað ég er glöð að það er til fók eins og þú. Sem veit þetta með eplin og ástina.
Sjáumst eina djúpbláa nótt á stjörnu sem eltir drauminn.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2007 kl. 22:11
Mikið er notalegt að lesa þessi fallegu orð í morgunsárið.
já og epli á dag kemur svo sannarlega skapinu í lag
Lisa (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 07:08
eplakaka með.....namminamm
Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 08:19
Bara gleði framundan hjá þér
*Knús smús*
Elín Björk, 2.2.2007 kl. 10:25
Falllegur draumur og eins þetta með eplið...mig langar eitthvað svo að knúsa þig núna
Solla Guðjóns, 2.2.2007 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.