28.1.2011 | 09:30
Skiptir á sléttu .....
Kuldinn. Það er þessi tilfinning sem hann skapar, skerpir á frumum líkamans, þær standa í stað. Stend nakin. Horfi og spring úr hlátri. Ég er glöð í kuldanum, svo nakin því ég bara yngist, er frosin í biðröðinni. Röðin er löng, svo löng að ég sé hvorki upphaf né endi. Veit bara að minn staður nálgast, ég er viðbúin að taka á móti brauðmolum, opna gogginn og veifa hendi.
Ég ætti kanski að stíga úr þessari röð, finna aðra slóð. Spyr mig? Tíminn er afstæður og ég stíg úr endalausu röðinni, hún er hringur! Hið fullkomna tákn eilífðar. Þarna stóð ég nakin í eilífðinni og fór hring eftir hring eftir hring.
Ég leggst á hnén, finn æskuna sem líður eins og tær spræna niður fjallshlíðina. Hún breiðir úr sér verður styrkari eftir því sem hlíðin nær að sameinast hafinu. Ég er hluti af hafinu og ætla að taka sprett. Hef engu að tapa. Öryggið í eilífðinni fylgir mér í hafinu.
Konan við hafið
Það er kominn tími að baða sig í ljósinu, ná tökum á hinu óþekkta. Hafið er úfið. Eða er það hugur minn? Ég tek hugann og set hann í sápukúlu og bið Guð að geyma hann í smá tíma, það er úfin hugsun er fær hvíld á meðan hafið heilar konuna. Konan við hafið er sæl
Þegar ég lýk sundferðinni mun ég taka á móti sápukúlunni minni, taka af mér sporðinn.
Við skiptum á sléttu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Athugasemdir
Það er jákvæðni að halda í vonina....og í hana held ég dauðahaldi. En hefur það áhrif.?
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 28.1.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.