Númer 1 = spræna

Stillt og fallegt veður hefur verið nú undanfarið og hlýindi bara með ágætum!  Ég get ekki hesthúsað (spennandi orð) sjávarútsýni frá stofu né svefnherbergi hvað þá frá salernisglugganum á neðri hæðinni.  Þvílík hundaheppni (annað spennandi orð) að hafa þó einn baðherbergisglugga.  Gluggarými má nýta til stærri og frekari verka. 

Þegar fólk gengur örna sinna er jafnan talað um númer 2.  Aldrei sagt, ég er að fara kúka eða pissa.  Bara númer eitt eða tvö ..... sem fær mann til að spekulera, af hverju við tilkynnum hvað sé í gangi.  Ef baðherbergið með glugganum er notað er væntanlega verið að "hvolfa úr rassgatinu" (eins og afi heitinn sagði .... soldið dónó, sko) eða verið að spræna eins og lítill sætur lækur gerir í flestum hlíðum landsins.  Þetta er nú meira bloggið hjá mér Sick  Sorrý þetta er ekki zordisi að kenna!  Devil  Svissum yfir í annað .......................... er það ekki bara! 

Stillt veður
 
Ég átti leið fram hjá þessum fína stað þar sem sjórinn var sléttur sem spegill, það glampaði geislum er endurspegluðu sig í léttu geði þann daginn.  Ég tók helling af myndum af bátum sem lágu fastir við bryggju.  Tók myndir af ströndinni og fór sjálf niður á smábátabryggju til að smella af.  
 
Langaði að tala um fræin og umhyggjuna
langaði að segja eitthvað fallegt
langaði að umvefja þig hlýju
 
það er ekki nóg að langa það þarf líka að framkvæma.  Láta verkin tala og sannfæra sjálf okkur af því eina viti sem býr í kollinum.  Nú veit ég af hverju Hárkollan tekur nafn sitt Whistling
Hárkollur 
Ruglukollur
lítil trékollur
 
og hér með kveð ég áður en fyrri geðvitund kemur og strokar allt út.
 
jibbý jei og ÓÐA helgi 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góða helgi ......

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Margrét M

það er ekkert skafið af því hér .hehe góða helgi

Margrét M, 2.2.2007 kl. 16:01

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Svona blandast nú allskonar hugsanir saman í hausnum á venjulegu fólki. Það segir það bara ekki úpphátt. Hvað þá skrifar slíkt niður fyrir alla  yil að lesa. Nema að það sé svolítið spes á mjög fínan máta.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.2.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband