Hugleikur ....

....  Ég leik mér í huganum.  Ég finn nærveruna í húsinu er andar ótt og títt.  Það er ástin Heart

Ástin birtist í ýmsum myndum, gefur frá sér hlýju og blíðu.  Ég veit það fyrir víst að kærleikurinn og friðurinn er fallegasta myndform ástarinnar er til er.  Fyrir mig.

Við getum ekki alhæft eitt fyrir alla en við getum verið sammála um ótalmarga hluti.  Dagur ástarinnar er að mínu mati markaðsfræðileg snilld.  Á kanski ekki við um litla Ísland en víðast hvar í Evrópu er þessi dagur stundaður af mismiklu kappi.  Ameríkaninn missir sig í bleikum hjörtum, rauðum rósum, konfekti og kynlífi á bak við læsta hurð.  Förum ekki nánar út í það en kynlíf er fallegt þegar ástin er annars vegar.

Ég hugsa til baka, um fyrstu ástina, um fyrsta kossinn og þær hugmyndir sem voru í táningshug.  Tónlistin og þessi dásamlega yfirliðstilfinning þess að elska.  Líklega "skotin" betra orð því á táningsaldri erum við tæpl. hæf til að elska.  Eða hvað?  Tilfinningar hafa ekkert með aldur að gera, ekkert með hugmyndur sjálfsins að gera.  Getum við öll elskað?  Líklega, bara hver á okkar máta.

Fyrsti kossinn

Að elska er flókið fyrirbæri, ekki bara gott, gott heldur líka vont, gott.  Þrátt fyrir þá er ástin fegurð hugans er við myndgerum hver okkar á ólíkan hátt.  

Ég er lánsöm að elska.  Opna augun og elska daginn, þakklát í elskunni fyrir veruna.  Ég sé börnin mín og ég elska þau, er þakklát fyrir þau.  Ég elska manninn minn og er þakklát fyrir að finna elskuna endurgoldna.  Ég elska ljósaskiptin og rökkurróna, nýkreistan appelsínusafann, vera berfætt og finna fótkuldann, fara í sokka og teikna andlitið er fylgir huganum.  Ég elska Heart

Skemmtilegur hugleikur "að elska".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lovjú mæ görl

Elín Björk (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband