Að standa nakin ....

...  Vera á hæsta stól, í engum kjól.  Nakin!  Já, nakin frammi fyrir sjálfum sér.  Horfa í augun og sjá hið rétta, endurkast spegils, endurkast sálar.

Finna ilm sólar, golunnar og þess er móðir jörð sendir okkur.  Já, endalausar uppákomur jarðar ....

Þegar við horfum aftur í tímann, svo langt aftur er fáir muna finnum við frelsið, hið eina.  Hækja lífsins.  Við stöldrum við, íhugum og höldum leið.  Fyrirframákveðin sporin mörkuð, hver andardráttur.  Fyrirfram svo löngu fyrirfram ákveðið.

Svo stóð hún á stól,

stelpan fríð og rjóð.

Með hárið greitt 

og brosið breitt.

Á stól,

 í sparikjól.

Stúlkan,

í sjálfri sér.

Svo opna ég augun og finn kitlið.  Það er sólin er vekur mig, draumaheimurinn hefur yfirgefið mig.  Kanski eins og þú?  Ég spyr mig því ég veit ekki, kann ekki að ráða drauma.

Tíminn líður allt of hratt, tungurnar eru of margar, of harðar stundum íllar.  Svo koma þær, hinar ljúfu er bera þig á örmum sér.  Þér líður vel, ert pínu drottning.  

Já, svona er lífið.  Brot af öllu, pínu hér og pínu þar.  Allan tímann stendur hún, sálin þín, nakin.  

Allsber í lífinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndið mitt

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2011 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband