Er hið góða til ...

InLove

Tilveran er dásamleg í öllu sínu!  Ég vildi gjarnan geta rætt við sjálfið á öðru plani.  Snert taugar og togað sálina vítt og breitt.  Finna takmarkið, nálgast mörkin sem skilja að.

Í mannlegum mætti, draumfögur í öðrum heimi.  Skilaboðaskjóðan smýgur að handan, velur mér leið, ýtir við mér hvarvetna.

Við dæmum og drögum fólk á eyrum í huganum, slátrum sálinni með hugsunum, verða aldrei samferða okkur í lífinu.   Þá hugsa ég um þverbak, um frelsið.

Dásamlegt frelsi hins mannlega.  Standa í hæstu hæðum og láta raddböndin þenja sig, slá tóna í átt að örum víddum.  Vera frjáls þar til enginn sársauki þekkist í líkamanum.  Svífa vængjum þöndum, vera fuglinn.

Fuglinn minn er sem aldrei krunkandi sæll og glaður.  Ég gef honum heim!  Við höfum verið samferða líf úr lífi og ástin hin eina hreina fylgir okkur í eilífðina.

Kona og Krummi

Kona og Krummi

 Já, það sem fylgir okkur er hluti af okkur.  Við sköpum okkur með aðgerðum, atferli og þess eins að vera.  Ég í sjálfri mér, með þér, án þín, kanski alein en samt aldrei ein.  Því ég er og verð alltaf með þér.

 Lífið

ljósið

Heart

allt hið góða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Lovjútú

Hrönn Sigurðardóttir, 19.3.2011 kl. 09:23

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.3.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband